Aspas inniheldur mjög hátt magn af B-vítamíni sem er nauðsynlegt góðri andlegri líðan og orku.
Aspas inniheldur mikið magn trefja og andoxunarefna sem koma jafnvægi á insúlín í líkamanum og gefa tilfinningu um að þú sért vel mett. Aspas er líka vatnslosandi og hefur þannig góð áhrif á þær sem eru með þrútinn kvið eða blásinn. Hann hefur góð áhrif á meltinguna og er einstaklega góður bæði gufusoðinn og steiktur á pönnu með smá salti og pipar.
Prófaðu að fá þér gott búnt af aspas með ofnsteiktri bleikju og sítrónu í kvöld.
Settu ferskan aspas á matseðilinn!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.