Aspas er mitt allra uppáhalds grænmeti. Ef rétt eldaður er hann algjört gómsæti og ekki skemmir fyrir hversu næringarríkur hann er.
Ég tók saman nokkra punkta sem við ættum öll að vita um aspas.
Aspas er sneisafullur af góðum næringarefnum; trefjar, fólat, A, C, E og K vítamín.
- Inniheldur viss næringarefni sem minnka líkur á krabbameini; beina, brjósta og lungna.
- Fullur af andoxunarefnum, á meðal helstu ávaxta og grænmetis sem hafa þann eiginleika að endurnýja frumuskaða. Því getur aspas hægt á öldrun húðarinnar.
- Aspas er ferskastur á vorin.
- Berst gegn rýrnun heilans. Hefur því góð áhrif á minni og vitsmuni.
- Inniheldur mikið magn aminosýru asparagine sem virkar sem náttúrulegt þvagræsilyf. Vegna þessa hjálpar aspas líka til við að losa líkamann við umframmagn salts. Þessi eiginleiki aspas hefur sérstaklega góð áhrif á þau okkar sem fá gjarnan bjúg og þau okkar með háan blóðþrýsting eða vandamál tengd hjarta og æðakerfi.
Í kvöld ætla ég að grilla mér lax og útbúa dúndur góðan aspas með. Svona ferðu að því að elda hann.
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=GXwwJtNiD-U[/youtube]Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.