Þá er annar dagur í föstunni minni liðinn og satt best að segja var þetta alls ekki eins erfitt og ég átti von á.
Í gær varð ég frekar slöpp jú, þetta tók á, en ekkert meira en að hafa kannski bara sofið í 5 klukkutíma. Ég hef orðið svöng, jú, en það var ekkert sem tebollinn eða vatnsglasið gat ekki róað. Ég fékk höfuðverk af kaffifráhvörfum en þar sem ég drekk vanalega bara einn bolla á dag var hann ekki lengi að hverfa.
Mér líður satt best að segja nokkuð vel þó ég hugsi stanslaust um mat. Fór til dæmis að sjá teiknimyndina um Tinna í dag og meira að segja matur í einhverri veislu þar varð girnilegur. Teiknaður matur. Ég er byrjuð að fantasera um það sem ég ætla að borða þegar föstunni líkur.
Hugsanlega mun ég skella mér á Bollywood sýninguna hennar Jesmine Olson og hreinlega háma í mig indverskan mat? Kannski elda ég eitthvað heima? Mér skilst að minnsta kosti að fyrsta máltíðin sem maður fær eftir að föstunni líkur sé sú dýrðlegasta sem maður á að hafa smakkað. Hrökkbrauð með smjöri og hunangi.
Þegar ég segi fólki að ég sé að fasta spyrja allir hvers vegna.
Hér eru tólf atriði um kosti þess að fasta:
- hvíld fyrir meltingarkerfið
- leyfir líkamanum að hreinsa sig og ‘dítoxa’ eða losa sig við óæskileg sindurefni
- gerir hlé á matarvenjum og býr til tækifæri til að skapa nýjar
- hreinsar hugann, gerir hann skírari
- losar um ‘föst’ hugsunar, hegðunar eða tilfinningaleg mynstur
- maður verður léttari á sér og orkumeiri
- innri friður, sterkari andleg tengsl
- unglegra útlit, tærari húð
- betri svefn
- nýjar hugmyndir
- æfing fyrir sjálfsagann
- þú léttist
(listann fann ég á netinu)
…og þá er bara að sjá hvernig dagur 3 verður. Hvort ég hugsi án afláts um mat eða hvort nýjar hugmyndir byrji að fæðast í kollinum?
Hér skrifaði ég um dag 1 og HÉR eru dagar 3 0g 4…
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.