Agyness Deyn skellti sér í Bláa lónið um daginn og var yfir sig hrifin. Agyness og vinkona hennar Fiona Byrne standa fyrir þessarri bloggsíðu þar sem fjallað var um ferð þeirra í Bláa lónið. Þær fóru í líkamsskrúbb og nudd í lóninu og líktu reynslunni við að endurfæðast og fannst að Bláa lónið ætti að vera eitt af heimsundrunum. (TajMaWho?)
„You’ve gone from the moon to the womb in one day. Put your feet up, gurl.“
Pistlahöfundur var ofboðslega ánægður með ferð sína til Íslands í heild sinni og þótti stórkostlegt að geta séð eldfjöll, jökla, hraunbreiður, fossa og Geysi allt í einni dagsferð.
Ég hef sjálf aldrei farið leynt með það hvað mér finnst Bláa lónið mikil perla en þangað fer ég reglulega til að láta dekra við mig og endurnæra sál og líkama. Þegar maður býr við slíkan lúxus er auðvelt að taka hann sem sjálfsagðan hlut. Það er því gaman að lesa upplifanir ferðamanna af náttúruperlum okkar og lýsingin á umhverfinu í kringum lónið var draumkennd en svo sönn:
„We felt like we were starring in our very own Björk video and half expected her to float by at any moment. It’s just that sort of place.“
Lesið umfjöllunina hér!
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.