Fyrir nokkrum árum var það vísindalega sannað að áfengi væri hættulegra heilsu manna en bæði krakk og heróín.
Prófessor David Nutt gerði formlega rannsókn á málinu á vegum breska ríkisins en niðurstöðurnar birtust meðal annars á The Guardian. Mælikvarðinn miðaðist við þann skaða sem efnið veldur notandanum, bæði á honum sjálfum og þeim sem verða á vegi hans.
Margir vilja meina að bæði rannsóknin og formlegar niðurstöður hafi orðið þess valdandi að David Nutt missti stöðu sína hjá breska ríkinu. Ástæðan; með því að breyta ekki löggjöfinni varðandi fíkniefni gerir ríkið sig sekt um hræsni. Miðað við mælikvarða sem notaðir voru við rannsóknina var áfengið hæst, eða 72 hættustig, – og önnur efni fylgdu þar á eftir. En svona lítur þetta út í heild:
Áfengi – 72
Heróín – 55
Krakk – 54
Crystal Meth – 33
Kókaín – 27
Tóbak – 26
Amfetamín – 23
Kannabis – 20
GHB – 18
Róandi lyf – 15
Ketamín – 15
Methadone – 13
Butane – 10
Alsæla – 9
Anabólískir sterar – 9
LSD – 7
Sveppir – 5
Hér má sjá forvitnilegt dæmi um áhrif áfengis á útlitið en augljóslega er mikil drykkja ekki að gera góða hluti fyrir lúkkið. Allt er best í hófi kæru vinir. Þá sérstaklega áfengið. Það á að nota í gríðarlegu hófi. Líka þegar maður er í hófi.
Svo er það spurning hvort áfengi skori svona hátt og sé mjög ávananbindandi vegna sykursins sem er í því en nú vilja margir meina að sykur sé jafnvel hættulegra fíkniefni en kókaín? Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt!
Meira hér um prófessor David Nutt.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.