Það vita það allar konur að við samstillum tíðahringinn við þær konur sem við umgöngumst hvað mest.
Þannig eru mæðgur og systur yfirleitt allar á blæðingum á sama tíma með tilheyrandi stemmningu. En hvernig skyldi nú standa á þessum ósköpum?
Gerð var könnun á 135 konum sem bjuggu saman á skólavist. Konur sem deildu herbergjum fóru fljótlega að stilla saman tíðahringinn sinn og það sem ræður úrslitum eru lyktar-fermónar.
Vísindamenn komust að þessari niðurstöðu með því að bera svita undir nefið á konum sem tóku þátt í rannsókninni. Áður en leið á löngu fóru þær að samstilla tíðahring sinn við konurnar sem gáfu svitatestið.
Annað sem hefur áhrif á tíðahringinn eru karlmenn og þeirra lyktarfermón sem gera það að verkum að blæðingatíminn verður styttri, en þær koma oftar og verða reglubundnari.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.