Veist þú hvers vegna svo mikið af morgunkorni er vítamínbætt? Jú, vegna þess að annars væri þessi “fæða” svo gersneidd öllu sem gerir okkur gott að enginn myndi vilja kaupa þetta.
“Vítamínbætt” þýðir í sjálfu sér að vítamíninu er komið í morgunkornið þegar það er á vinnslustigi. Það má líkja þessu við að vítamíntafla sé mulin út á morgunkornið nema hvað að þetta vítamín er yfirleitt mjög lélegt og jafnvel á líkaminn erfitt með að vinna úr því (tam ákveðnar gerðir af D vítamínum sem eru algeng viðbót).
Margar gerðir af morgunkorni eru líka hlaðnar sykri, eða enn verra, kornsýrópi sem hefur mjög háan sykurstuðul og þar með ekki góð áhrif á blóðsykur þinn og/eða líkamsþyngd.
Og ef morgunkornið þitt inniheldur korn eru mjög miklar líkur á því að það korn sé erfðabreytt (GMO) vegna þess að slíkt “korn” er mun ódýrara í innkaupum fyrir framleiðendurna og hækkar gróða þeirra – meðan það gerir þér akkúrat engan greiða.
Erfðabreytt korn hefur valdið æxlamyndun í líffærum, aðallega meltingarfærum, tilraunadýra (rottur) en þetta sýndu rannsóknir í Frakklandi fram á. Í Bandaríkjunum hefur risafyrirtækið Monsanto hinsvegar hótað rannsóknarmönnum lögsókn fyrir að rannsaka erfðabreytt korn sem það hefur einkaleyfi á.
Jafnframt hafa fyrri dæmi sýnt að búfénaður sem alinn er á erfðabreyttu korni er mun líklegri til að fá sjúkdóma og deyja ótímabærum dauða.
Nú er svo komið að gríðarleg mótmæli hafa risið upp í Bandaríkjunum gegn Monsanto og mörg stórstirni hafa lagt málinu lið eins og sjá má á þessu myndbandi:
[youtube]http://youtu.be/LICQCxq1FqU[/youtube]
Ég hvet þig til að byrja í dag að velja rétt fyrir sjálfa þig, börn og fjölskyldu. Morgunkornið Cheerios er kannski og hefur verið vinsælt hjá litlum íslenskum börnum og jafnvel sjálfri þér frá því á sjöunda áratug síðustu aldar en þar sem flest virðist benda til þess að þetta geri okkur mikið meira slæmt en gott þá gæti verið góð hugmynd að endurskoða innkaupalistann?
Sjálf er ég ekki þessi “taugaveiklaða” týpa sem sér skrattann í hverju horni en þegar hvítir karlmenn með bindi eru komnir með áhyggjur og fólk fylkist saman til að mótmæla í flestum borgum Bandaríkjanna þá er kannski komin tími til að ýta gleraugunum lengra upp á nefið? 😉
Ég sökkti mér aðeins í þetta og þótti mjög áhugavert að lesa það sem fólk skrifar á FB síðuna hjá Cheerios en þar má segja að ákveðin pandóruaskja hafi sprungið í andlit matvælarisans.
“Our children are not lab rats! the best finger food for children is not one that is filled with GMO’s”... og svo framvegis.
Að þessu sögðu er svo bara gott að minna okkur á að það er endalaust margt bragðgott hægt að fá sér í morgunmat annað en morgunkorn úr pakka frá bandarískum stórfyrirtækjum og auðvitað eigum við að velja það sem er best fyrir litlu krílin okkar.
Til dæmis er hafragrauturinn okkar alltaf góður (gott að kaupa lífrænt haframjöl), ristað brauð, lummur, egg, ávextir og svo mætti lengi telja. Ég er sjálf hrifin af lífrænu jógúrtinni frá BioBú og eggin finnst mér það besta sem hefur komið fyrir fæðuhring mannsins.
Byrjum í dag að velja rétt og gangi okkur vel!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.