Það hefur eitthvað verið fjallað um á vefmiðlunum að ekki eigi að einblína á það að koma sér í “kjólinn fyrir jólin”. Það er allt gott og blessað og hver og einn hefur þetta eftir sínu höfðu.
Fyrir mitt leyti, finnst mér jólin einmitt tími til að vera í góðu formi því flestir fara í endalausar veislur og það er stanslaust verið að taka myndir.
Fyrir utan það held ég reyndar að fæstum líði vel af endalausu áti á smákökum og hangikjöti. Maður sefur verr, sumir fá brjóstsviða og svo framvegis.
Tíminn líður hratt í desember, margir á kafi í jólaundirbúningi auk hversdagslegra anna.
Því vill hreyfing gjarnan sitja á hakanum. Það ætti samt ekki að stoppa okkur í að halda línunum í horfi því mataræðið er jú stór þáttur sem og svefn.
Hér eru leiðir sem ég hef nýtt mér til að halda línunum þegar lítill tími gefst til hreyfingar:
1. Minnka matarskammtinn um helming.
Diskar hafa stækkað um nærri því helming á síðustu tuttugu árum.
2. Hafðu heilsuhringinn í huga þegar þú setur upp daginn.
Langbest er að fá sitthvað úr hverju fæðuhólfi. Það er ástæða fyrir því að grænmetishlutfallið er álíka stórt og korn-og brauðhlutfallið þessir flokkar eiga að vinna saman. Ef ég fæ mér t.d. pizzu á ég það til að fá mér salat með eða eitthvað grænmeti í eftirrétt. Uppistaðan í brauði er hveiti og vatn, samskonar grunnur og er notaður til að búa til lím. Það sem grænmetið gerir er að hjálpa líkamanum að vinna úr”líminu” sem á það til að festast í maganum og orskaka útþanda vömb.
3. Þessi klassíska-taktu stigann!
…í staðinn fyrir lyftuna. Með því brennirðu aðeins fleiri hitaeiningum og styrkir um leið læri og rass.
4. Slepptu gosi og fáðu þér frekar vatn
Það er ótrúlegt hvað sykraðir drykkir hafa að geyma mikið af hitaeiningum!
5. Ávextir í staðinn fyrir nammi
Jarðaber, bláber, kirsuber og brómber eru að mínu mati girnilegri kostur heldur en hlaup stútfullt af aukaefnum sem tekur líkamann óratíma að losa sig við. Skerðu niður og settu í skál sem auðvelt er að teygja sig í.
6. Próteinstangir í staðinn fyrir súkkulaði
Munar yfirleitt meira en helming í hitaeiningafjölda og svo eru þær líka oftast bara mjög góðar og seðjandi.
7. Borðaðu reglulega
Það heldur brennslunni gangandi. Mér finnst gott að gera ráð fyrir að stærsta máltíðin sé í hádeginu en léttasta á kvöldin. Sumum finnst ómissandi að narta á kvöldin sem ætti að vera í góðu lagi svo lengi sem það er innan ákveðinna marka, gott er að hafa í huga að borða ekkert þremur tímum fyrir svefn (það er meðal annars eitt af “leynitrixum” Kate Middelton).
8. SOFÐU
Rannsóknir hafa leitt í ljós að svefn eykur brennslu. Fyrir utan það hvað við lítum mikið betur út þegar við höfum sofið nóg.
9. Reyndu að hreyfa þig daglega
Þó það sé ekki nema stuttur göngutúr um hverfið. Svo er lykilatriði að fara meðalveginn. Ekki vera bara á bremsunni yfir hátíðarnar. Gott er að ákveða fyrirfram hvað á að leyfa sér og hverju mætti sleppa eins og hún Eva Björnsdóttir, íþróttakennari, flugvirki og heilsuáhugakona mælir með.
Það er miklu skemmtilegra og betra að njóta þess að borða góðan mat og gæða sér á einum til tveimur konfektmolum yfir jólabókinni heldur en að troða ofan í sig matnum og líða hreinlega illa eftir á.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.