Við eigum margar fullar hillur af allskyns andlitskremum, olíum og hrukkubönum. Sumt af þessu er mjög gott fyrir húðina en því miður erum við oft að kaupa köttinn í sekknum því ef lífstíllinn er lélegur duga kremin skammt.
Er ekki kominn tími á að fara að borða réttan mat sem er einstaklega góður fyrir húðina? Hérna eru níu fæðutegundir sem mælt er með.
1. Rauð Paprika
Hún er afar lág í sykri og inniheldur meira en 100% af daglegum C- vítamín skammti sem líkaminn þarf. Einnig er hún rík af efnum sem geta hjálpað í stríðinu við hrukkur, komið blóðflæði til húðarinnar í lag og hún er góð í baráttunni við fílapensla og bólur.
2. Dökkt súkkulaði
Það er auðvitað æðislegt að geta leyft sér að borða dökkt súkkulaði daglega. Það er svo ríkt af andoxunarefnum og jákvæðum fitusýrum sem gera það að verkum að húðin glóir af frískleika. Ef þú borðar dökkt súkkulaði vertu viss um að það sé allavega 80% kakó innihald og sykur og mjólkurlaust.
3. Lax
Laxinn frábær matur í baráttunni við stress, kvíða og þunglyndi. Hann er fullur af D- vítamíni og Omega 3 fitusýrum. Einnig getur næringin í laxinum hjálpað til við að koma í veg fyrir ristilkrabbamein og erum við þá auðvitað að tala um að borða hann reglulega. Eins varðandi kvíða, þunglyndi, hjartasjúkdóma og sjúkdóma sem tengjast beinunum okkar, lax í hverri viku er góður fyrir alla!
4. Kókósolía
Kókósolían inniheldur sýru sem virkar eins og fúkkalyf. Hún getur komið í veg fyrir vírusa, sýkingar, brjóstsviða og bólur. Hún er einnig afar rík af jákvæðum fitusýrum og E- vítamíni sem heldur rakastigi húðarinnar á réttu róli. Það er mælt með að taka inn eina teskeið af kókósolíu daglega.
5. Grænt Te
Allir sem þekkja grænt te vita að það er troðfullt af andoxunarefnum, amino sýrum og fleiru góðu. Það hjálpar líkamanum að slaka á og lækka stressið. Einnig getur þetta te lækkað of háan blóðþrýsting. Drekktu þrjá eða fleiri bolla á dag fyrir bestu niðurstöðu.
6. Spínat
Það má vel vera að þú hatir spínat en ég vona að eftir þennan lestur að hugsir þú þig tvisar um áður en þú hafnar því. Spínat er nefnilega troðfullt af járni, fólínsýru, E- vítamíni, magnesíum, A- vítamíni, trefjum, plöntu próteini og C- vítamíni. Þar sem það eru C,E og A- vítamín í spínati þá er það líka ofsalega gott fyrir húðina. Með því að borða spínat daglega ertu að hreinsa húðina innan frá og út.
7. Fræ
Chia, hamp, sólblóma, graskers og hörfræ eru allt fræ sem húðin elskar. Graskers og sólblómafræ eru bæði afar rík af magnesíum og próteini og einnig E- vítamíni. E- vítamín eykur raka húðarinnar og magnesíum dregur úr stressi. Omega 3 er fitusýra sem finnst í Hör- og Chiafræum og það er fyrir löngum vitað að Omega 3 er afar gott fyrir húðina.
8. Sellerí
Þetta kom mér svolítið á óvart en það er víst æskilegt að borða Sellerí á hverjum degi. Ansi margir kunna ekki að meta þetta grænmeti en í því er mikið af K- vítamíni sem hjálpar blóðinu að renna um æðarnar okkar og lækkar blóðþrýsting. Einnig hefur verið talað um að Sellerí sé gott við mígreni.
9. Papaya
Papaya ávöxturinn er meiriháttar fyrir fegurðina og mjög góður fyrir meltinguna. Fullur af andoxunarefnum ásamt C- og E- vítamínum að þá er þessi ávöxtur einnig góður til að vernda húðina gegn skemmdum sem sólin getur valdið.
Það er enginn að segja að þú VERÐIR að borða þennan mat daglega en eitthvað af þessu á hverjum degi mun gera þér afar gott.
Slepptu ruslfæðinu og sykrinum og vittu til að þú átt eftir að sjá mun á húðinni þinni!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.