Ég rakst á frábæra grein inn á The New Potato sem fjallar um einbeitingu og andlega skerpu.
Þar fer Dr. Holly Phillips, MD, yfir leiðir til að auka árvekni, fókus og andlega orku.
Holly segir að það sé erfitt að finnast maður vera á toppi tilverunnar þegar tankurinn er alveg að tæmast. Tíminn virðist of lítill og verkefnin of mörg.
Hún segir okkur að örvænta ekki!
Þó að þú lifir annasömu og krefjandi lífi þýðir það ekki að þú þurfir að fórna andlegri skerpu og einbeitingu. Þú getur endurheimt fókusinn, nært hugann og jafnvel aukið á skýra hugsun og orku með nokkrum einföldum lífstílsbreytingum.
Svona ferðu að:
1. Settu svefn í forgang
Ef þú snúsar ekki nóg missirðu andlega skerpu. Finndu út hvernig þú getur sofið eins mikið og þú þarft til að virka sem best og hafðu svefntímann eins mikið og þú getur yfir nóttina. Farðu að sofa og vaknaðu á sama tíma á hverjum degi til að viðhalda svefnrútinu.
2. Neyttu omega-3 fitusýra
Feitur fiskur eins og lax og túnfiskur, valhnetur, chia-fræ, hörfræ og repjuolía er allt fæða sem fínstillir heilastarfsemina. Rannsóknir sýna að regluleg neysla omega-3 fitusýra kemur þér í gott skap, bætir minni og aðrar hliðar vitrænnar starfsemi.
3. Búðu til “hvað ég ætla ekki að gera” lista (e. to don’t list)
Ef “to-do” listinn er yfirþyrmandi og óraunhæfur þá getur verið erfitt að halda einbeitingu. Mótefnið við því er: LÆRÐU AÐ SEGJA NEI við beiðnum sem þú þarft ekki nauðsynlega að vinna, deildu ábyrgð á aðra og settu mörk. Á þann hátt geturðu beint athygli þinni og orku að því sem er virkilega mikilvægt.
4. Komdu þér af stað
Hreyfðu þig. Hreyfing er besta einbeitingar og orkubúst sem finnst á jörðinni. Jafnvel tíu mínútna ganga getur bætt skerpu hugans.
5. Leitaðu í birtu
Sólarljós getur bætt geð og árvekni. Ef möguleikinn er fyrir hendi, reyndu þá að vera úti í fimm mínútur á hverjum klukkutíma.
6. Hættu að “multi-taska”
Að halda fókus þýðir að vinna að einu verkefni í einu og vinna það vel. Í stað þess að skipta orkunni á milli verkefna, einbeittu þér að því að gera eitt í einu áður en þú byrjar á öðru verkefni. Það gerir þér keilft að nýta orkuna rétt og vinna á skilvirkari hátt.
7. Tímasettu kaffibollann
Það eru mistök að stóla eingöngu á kaffið en með því að drekka bolla af kaffi þrjátíu eða sextíu mínútum áður en þú þarft að vinna krefjandi verkefni, getur þú komið heilastarfseminni í fjórða gír. Í stuttu máli; koffín getur aukið á taugaboðefni sem örva árvekni, athygli, einbeitingu og minni.
8. Notaðu góða ilmi
Rannsóknir sýna að með því að lykta af piparmintu, rósmarín, kanil eða jasmín þegar hugurinn er í óreiðu og þú ert þreytt geturðu örvað hugann, aukið árvekni, minni og aðra starfsemi heilans.
9. Hreinsaðu hugann
Taktu þér pásu til að hugleiða. Með því að sitja í hljóði, loka augunum og einbeita þér að því að anda án þess að veita hugsunum þínum nokkra athygli geturðu aukið á árvekni, einbeitingu og fókus. Með öðrum orðum; með því að hugleiða geturðu komið á innri ró sem stuðlar að því að þú sért meira í núinu og hjálpar þér að “vera”.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.