Að verða hamingjusamari þarf ekki að vera langtímaverkefni sem þú munt ná eftir nokkur ár, eða mánuði.
Á næsta hálftímanum skaltu reyna að gera eins mikið af þessum atriðum og þú getur. Ekki einasta mun þetta auka á hamingju þína heldur verðuru líka stolt af sjálfri þér að hafa lokið nokkrum skýrum markmiðum.
1. Orka
Hækkaðu orkustigið í líkamanum og lífinu með því að nota meira af orku. Stattu upp meðan þú talar í símann og hreyfðu þig. Farðu upp stigann í stað þess að taka lyftuna. Talaðu hátt og skýrt. Taktu rösklegan göngutúr í tíu mínútur eða gakktu á staðnum og enn betra…
2. Birta
Farðu út að ganga! Til dæmis í hádeginu. Rannsóknir hafa sýnt fram á að útivist og vera í dagsbirtu hefur þannig áhrif á heilastarfsemina að skaphöfnin verður betri. Reyndu líka að verða þér úti um dagsbirtulampa ef það þyrmir yfir þig í skammdeginu.
3. Hittingur
Hafðu samband við fólk. Sendu gömlum vini tölvupóst eða prófaðu að hafa samband við manneskju sem þú hefur nýlega kynnst. Það skiptir svo miklu máli að tengjast öðrum nánum böndum og fólk sem það gerir er hamingjusamara en þau sem ekki gera það eða geta. Þegar þú kemur vingjarnlega fram við aðra verða aðrir vingjarnlegir við þig á móti og fyrir vikið mun þér þykja vænna um meðbræður þína og systur.
4. Kláraðu
Drífðu þig í að klára það sem þú þarft að gera. Þetta sem nagar samviskuna. Fara með bækurnar á bókasafnið, borga tryggingarnar, kaupa perur eða fara til tannlæknis. Það er hamingjuaukandi að krossa hlutina af listanum.
5. Fínt
Taktu til í kringum þig og losaðu þig við auka drasl. Það ytra hefur áhrif á hið innra. Gerðu bara lítið í einu en smátt og smátt mun óreiðan minnka og þér fer að líða betur innra með þér. Prófaðu að setja ‘timer’ á tíu mínútur og sjá hversu miklu þú munt afreka.
6. Gefðu og…
…gerðu öðrum gott. Prófaðu að kynna tvær manneskjur fyrir hvor annari ef þú telur þær njóta góðs af því. Hrósaðu. Í raun þá geturðu jafnvel…
7.
…bjargað lífi einhvers. Gefðu blóð eða skráðu þig sem líffæragjafa. Gerðu öðrum gott og þér líður mun betur fyrir vikið. Það virkar!
8. Brostu
“Fake it till you feel it”. Prófaðu að þykjast vera hamingjusöm og allt í einu gerist það. Rannsóknir hafa sýnt að brosið bætir heilsuna til muna. Þú þarft ekki annað en að brosa og fá bros á móti til að líða betur með sjálfa þig og lífið.
9. Lærðu
Lærðu eitthvað nýtt. Láttu þér detta eitthvað í hug sem þig langar að vita meira um og notaðu svo næsta korterið til að fara um netið og lesa allt sem þú kemst yfir um það. Veldu eitthvað sem ÞIG langar að vita meira um… ekki eitthvað sem þú “ættir” að vita meira um.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.