HEILSA: 8 skref að mikið betri líðan – Þetta virkar!

HEILSA: 8 skref að mikið betri líðan – Þetta virkar!

Það er svo merkilegt hvað við þurfum stundum að gera lítið til að líða mikið betur. Lítið og ekki lítið. Stundum eru einfaldar breytingar svo stórar að það breytist allt líf manns.

25 Great New Outfits For Your Winter Lookbook - Style Estate -

1. Hvað er ánægja?

Þegar þú upplifir raunverulega ánægju þá fer eirðaleysi í burtu. Þér líður vel og þú vilt ekki fara í annað hugarástand. Hugurinn upplifir frið. Hugsaðu um augnablikin til dæmis þegar þú ert að stunda hugleiðslu, jóga eða kynlíf. Það sem lætur þig örugglega ekki upplifa frið er þegar þú ert að bera þig saman við aðra, það er þreytandi og erfitt getur verið að stjórna því. En það er merkilegt að þegar þú ert ánægð og hamingjusöm þá hættiru að bera þig saman við aðra.

8atridi8

2. Sjálfsvitund

Sjálfsvitund er það ástand sem þú ert í þegar þú ert mjög meðvituð um sjálfa þig. Með henni geta komið slæmar tilfinningar svo sem skömm, öfundsýki og sjálfsvorkun. Þetta eru ekki góðar tilfinningar og þú þarft að reyna eins og þú getur að stoppa þær þegar þær koma. Takmarkið er ekki að losna við sjálfsvitund okkar heldur hafa stjórn á slæmu tilfinningunum sem geta fylgt henni og þá vera meðvituð um þær. Við þurfum að læra að takast á við þær og breyta því neikvæða í jákvætt.

8atridi1

3. Taktu af skarið

Ekki láta hræðsluna stoppa þig í að skemmta þér og lifa lífinu lifandi. Ef þú vilt fara uppá svið og syngja, sjá um veislu í vinnunni, halda fyrirlestur, taka þátt í leikaþætti, ekki þá halda þig innan þröngu veggja þægindahringsins.

Stundum þarf maður hjálp, biddu um hana. Njóttu þess að taka þessi skref og þú finnur meira sjálfstraust í hvert sinn sem þú stígur fram. Vertu hugrökk, trúðu á sjálfa þig, það er alltaf hægt að standa aftur upp ef maður dettur og lífið verður auðveldara með hverju skrefinu.

8atridi6

4. Ekki afsaka þig

Heimurinn er fullur af tækifærum sem bíða þess að vera gripin, þegar við grípum þau og okkur mistekst eigum við það til að fara aftur í skelina okkar og afsaka okkur við aðra og okkur sjálf. Þú átt ekki að hætta að afsaka þig þegar þú gerir eitthvað á hlut annarra, –  en ekki afsaka þig þegar þér mistekst eitthvað því þá ertu að segja að þú hafir gert eitthvað rangt með því að reyna og þar með að bregðast sjálfri þér. Stattu frekar bein og reyndu aftur!

8atridi5

5. Finndu sjálfstraustið þitt

Þú þarft að finna sjálfstraustið þitt og vinna svo í því. Það er ekki auðvelt í fyrstu. Reyndu að minnka og helst hætta að velta fyrir þér hvað öðrum finnst um þig. Ef þú telur að þú sért að gera rétt og gott þá þarftu að standa með þínum ákvörðunum og standa svo með sjálfri þér. Sumir eru dónalegir, en mundu að þeir eru dónalegir við alla og það tengist þér ekki neitt bara þeim sjálfum. Ekki taka því persónulega og ekki hlusta á það. Það fólk sem er með gott hjarta og sátt í eigið skinni dæmir ekki aðra.

8atridi4

6. Finndu ástríðuna þína

Skoðaðu hvað þú hefur gert í lífinu. Finnst þér þú hafa náð að afreka það sem þú vilt? Hefur þú fundið þína ástíðu og getur þú jafnvel hjálpað öðrum með þeirra ástríðu. Það hefur manni svo mikið að hjálpa öðrum. Spurðu sjálfa þig og aðra í kringum þig hvenær þau hafa séð þig mest á lífi, ástríðufullasta, ánægðasta. Þannig geturðu kannski fundið út hvað drífur þig áfram.

8atridi3

7. Að temja sér jákvæðni

Að stjórna hugsunum sínum hljómar oft ógerlegt, en það er hægt að gera ýmislegt til að ýta í burtu neikvæðum hugsunum. Það gerir ótrúlega mikið fyrir okkur að vera í kringum gott fólk. Ekki einangra þig og taka áhættuna á því að verða einmana. Að tala illa til þín sjálfrar er líka alveg bannað, stundum er ótrúlegt hvað við leyfum okkur að segja við okkur sjálf. Ekki dæma þig hart, trúðu á sjálfa þig, vertu besti vinur þinn og reyndu að vera meðvituð um hvernig þú hugsar og talar við sjálfa þig. Fyrirgefðu þér fyrri mistök, hlæðu að kjánalegum mistökum sem þú gerir, það má gera mistök, þér má mistakast.

8atridi7

8. Vertu offline

Til að vera í núinu og njóta þá þarftu að taka þér pásu frá tækjum, truflun og því að vera sífellt tengd. Við setjum börnum okkar mörk á meðan við höfum sjálf oft engin mörk. Það er óhollt fyrir líkamann, sálina og sambönd okkar að vera alltaf tengd, við þurfum að temja okkur sjálfsaga. Það ER erfitt, enda er þessi truflun alltaf ofan í okkur og við erum mörg hætt að kunna að láta okkur leiðast, hætt að kunna að bíða án þess að taka upp síma. Ekki láta samfélagsmiðla stjórna þér, þú átt að stjórna þeim og þá er þetta allt í lagi. Slökktu á notifications, ef einhver þarf virkilega að ná í þig getur sá aðili hringt í þig!

Lærðu að „díla“ við sjálfa þig, án þess að hafa síma við höndina allan sólarhringinn.

Prófaðu að íhuga þessi 8 atriði aðeins, æfa þig í að fara jafnvel eftir bara einu, og þá munu góðir hlutir gerast. 

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest