Galdurinn á bak við það að vera grönn og halda sér þannig um árabil er mjög einfaldur. Byrjar á M og endar á I… Mataræði
Þú heldur línunum og heilsunni í lagi með því að velja réttu fæðusamsetninguna og hæfilega skammta. Ef þú gerir þetta að lífsstíl, vana, þarftu aldrei að hafa áhyggjur af aukakílóum framar.
Hér eru 7 tegundir af mat sem hjálpa þér að halda línunum og heilsunni í lagi og/eða losna við líkamsfitu:
1. Vatnsmelónur
Vatnsmelónur og aðrir ávextir innihalda mikið magn trefja sem eru góðir fyrir meltinguna. Þú getur fryst vatnsmelónur og notað í drykki ef þú nærð ekki að borða allt og vatnsmelónur eru, öfugt við nafnið, mjög vatnslosandi fyrir líkamann þinn. Vertu dugleg að borða vatnsmelónur yfir sumartímann!
2. Hnetur
Fita er holl svo lengi sem þú velur réttu tegundina. Hnetur innihalda mikið magn af hollri fitu sem gera það að verkum að þú brennir óæskilegri líkamsfitu hraðar. Gættu bara að skammtastærðum. Hæfilegt magn af hnetum á dag er um það bil einn fjórði úr bolla eða ein matskeið af hnetusmjöri.
3. Grísk jógúrt
Gríska jógúrtin inniheldur meira magn af próteinum en venjuleg hrein jógúrt og mjög mikið af góðum bakteríum sem hafa jákvæð áhrif á meltingarflóruna og geta dregið úr þembu í maganum. Fáðu þér bolla af grískri jógúrt í morgunverð og bættu út í smávegis af hnetum, bláberjum og góðu hunangi út í. Namm namm…
4. Sveppir
Mikið hefur verið rætt um D-vítamínskort þjóðarinnar og okkur er með réttu bent á að borða meiri fisk. En vissir þú að sveppir innihalda líka mikið magn D vítamíns? Bættu sveppum út í spelt pasta og njóttu með grænu pestó í kvöld. Einstaklega góður matur.
5. Poppkorn
Popp er hollasta snakk í heimi, svo lengi sem þú matreiðir það rétt. Þú þarft ekki einu sinni fitu til að poppa, getur sett í bréfpoka inn í örbylgjuna og sett í gang. Gættu að saltmagninu. Í þremur bollum af poppkorni eru um 100 hitaeiningar og svo er poppið ‘heilkorna’.
6. Baunir
Við íslendingar borðum almennt of lítið af baunum, hvað þá ferskum. Hugmyndir okkar flestra um grænar baunir eru bundnar við dós af Ora en ferskar grænar baunir eru dásemdarmatur. Drekktu fullt af vatni um leið og þú færð þér baunarétti eða ferskar baunir ef þú ert hrædd um að fá loft í magann. Pantaðu svo Edamame baunir næst þegar þú ferð á sushistað… einu sinni smakkað, getur ekki hætt.
7. Kínóa
Kínóa eða Quinoa á ensku er heilkornafæða eins og poppið. Kínóa inniheldur prótein og gefur mjög mettandi tilfinningu þrátt fyrir lítið magn. Fáðu þér heitan kínóagraut í staðinn fyrir hafragraut á morgnanna eða með kvöldmatnum í staðinn fyrir hrísgrjón og þá köld. Það er einnig hægt að nota þau út á salat eða blandað út í hafragraut.
Prófaðu eina eða fleiri af þessum fæðutegundum næst þegar þú skreppur út í búð eða planar kvöldmatinn. Taktu nýjungar inn í mataræðið og smátt og smátt muntu venja þig af vondum siðum. Líkaminn og heilsan munu þakka þér.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.