Hér eru 7 atriði sem minna þig á hvernig þú getur haldið áhugahvötinni í ræktinni. Við viljum ekkert gefast upp þó á móti blási!
1. Markmið
Settu niður markmið. Fáðu hjálp frá þjálfara til að setja niður raunhæf markmið. Stundum erum við of hörð við okkur og erum þá dugleg að letja okkur niður ef við náum ekki settum markmiðum.
2. Skemmtanagildi
Gerðu það sem þér finnst skemmtilegt. Það er það mikið í boði að þú finnur örugglega eitthvað sem hentar. Til dæmis er alltaf gaman hjá okkur í G fit 😉
3.Plan
Settu niður plan þar sem þú kemur hreyfingu í daglega rútínu. Vertu líka meðvitaður að öll hreyfing telur, þrifin heima hjá sér, ganga upp stiga, æfa fyrir framan sjónvarpið 😉
4. Stefnumótun
Skrifaðu niður það sem þú ætlar að ná árangri í, t.d. skrifa matardagbók, tímann sem þú ferð að sofa á kvöldin, mælingar fyrir og eftir. Gott að sjá árangurinn svart á hvítu.
5. Félagsskapur
Það er auðveldara að vinna saman í hóp, finndu rétta hópinn fyrir þig. Þú ert ekki einn í þessu 😉
6. Verðlaun
Mundu að hrósa þér og gaman að geta verðlaunað sig fyrir góðan árangur. Mundu líka að þakka fyrir að geta hreyft þig og gefa þér tíma til að hugsa um hvað æfingin gefur þér mikið.
7. Miskunsemi
Vertu sveiganleg. Þó þú komist ekki á æfingu má það ekki rífa þig niður. Stundum geta komið dagar þar sem einfaldlega þú hefur ekki tök á því að æfa og þá tekur þú frí og ert mættur fljótt og fersk til baka.
Svo er það bara áfram gakk!
Guðbjörg er iþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands. Hún hefur verið í líkamsræktarbransanum frá því árið 1989. Alltaf tilbúin að taka að sér krefjandi verkefni. Haldið ýmis þjálfaranámskeið fyrir þolfimikennara og einkaþjálfara auk þess að vera stundakennari við HR íþróttafræði. Undanfarin 19 ár hefur hún starfað með Agústu Johnson en nú hefur hún stofnað sitt eigið fyrirtæki, G fit heilsurækt og elskar að taka þátt í vellíðan fólks og upplifa árangur í líkamsrækt. Guðbjörg á skilningsríkan eiginmann og þrjú yndisleg börn.