Oft fáum við smá samviskubit yfir sósunum sem við fáum okkur með matnum, þá út af mjög háu fitu og hitaeininga innihaldi, en hér eru sex sósur sem líkaminn og mallakúturinn elska.
1. Guacamole eða lárperumauk
Fitan í Guacamole er holl og góð og avocado ávöxturinn, eða lárperan, er full af Kalíum sem hindrar vatnssöfnun og er gott fyrir augun. Ávöxturinn inniheldur einnig lítið kólesteról en það er efni í honum sem kallast “beta-sitosterol” sem hindrar hátt magn af því.
2. Tómatsósa
Eldaðar tómatsósur innihalda hátt innihald af andoxunarefninu Lycopene en rannsóknir sýna að hátt magn þess í blóðstreymi líkamans geti hjálpað til gegn fyrir hjartasjúkdómum og krabbameini. Passaðu þig samt sem áður á því að finna tómatsósu sem inniheldur lítinn sykur.
3. Pestó
Ólívuolía og hnetur eru efni sem gera Pestó góðan kost sem sósu, þau innihalda ómettaða fitu sem er holl- þessi sósa er frábær með öllu brauði.
4. Tabasco
Chili piparinn inniheldur Capasin, efni sem keyrir upp efnaskiptin í líkamanum og eru einnig verkjastillandi.
5. Worcestershire sósa
(…reyndu að segja þetta nafn hratt og oft)!- Ein teskeið af henni inniheldur minna en 20 kaloríur og gefur um 1,5 milligrömm af járni (fer samt eftir framleiðanda) en það er um 10% af daglegum járnskammti.
6. Wasabi
Wasabi er rótargrænmeti sem er malað í mauk þannig að sósan innheldur öll næringarefni rótarinnar, Wasabi inniheldur fyrirbyggjandi efni gegn krabbameini en mundu ekki of mikið í einu því rótin er STERK!
Prófaðu þessar á fisk og steik, eða í góðar samlokur og finndu hvernig líkamanum líður betur.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.