HEILSA: 6 skotheldar leiðir til að léttast!! Lestu þetta og fylgdu eftir

Það eru til hundrað aðferðir til að léttast og við heyrum reynslusögur af hinum og þessum sem hafa náð frábærum árangri.

Reynslan sýnir okkur að þeim sem hefur tekist að léttast hratt eru í mun meiri hættu að fá kílóin á sig til baka.

Við heyrum kannski ekki eins mikið af þeim sögum en staðreyndin er sú að það eru engin geimvísindi á bak við rétt mataræði og alltaf komumst við að sömu niðurstöðu.

Árangur næst best með því að stjórna mataræðinu á hóflegan hátt og hreyfa sig hæfilega.

Lífsstílsbreytingar og hollar venjur til frambúðar.

Og hverjar eru þessar breytingar ?

1. Gerðu upp hug þinn

Gera upp hugann með að vilja léttast, hugsa vel um hvað stendur í vegi? EKKERT ? Fyrst og fremst verður þú að vilja þetta og ert tilbúin að leggja á þig þá vinnu.

2. Hver er hvatinn?

Finndu þína hvatningu, hvað heldur þér við efnið ? Fríið, brúðkaup, félagar, æfingahópurinn þinn ? Vertu dugleg að finna öll atriði sem halda þér við efnið.

Brúðarkjólar025

3. Vertu raunhæf

Settu raunhæf markmið. ½ til 1 kg á viku er raunhæft. Til að brenna ½ kg á viku, þarftu að minnka í raun hitaeininga töku þína um 500 he pr dag. Hreyfa sig eitthvað á hverjum degi.

4. Njóttu – þetta er ekki fórn

Njóttu þess að borða hollan mat. Það er ekki fórn að sleppa rjómalöguðum súpum, drekkja grænmeti í smjöri, setja feita ostinn í réttina. Það er svo auðvelt að nota hollari aðferðir og matreiða nýjar uppskriftir. Temja sér að borða hollan morgunmat, borða 4 skammta af grænmeti, 3 skammta af ávöxtum, nota hollar olíur og hafa hvítan sykur í algjöru lágmarki. Einfalt mál!

5. Hreyfðu þig

Byrjaðu að hreyfa þig og settu það í vanann til frambúðar. Lykilinn er að brenna fleiri he en þeim sem þú tekur inn. 3500 he jafnast á við ½ kg af fitu. Með því að minnka hitaeiningar um 500 á dag á viku þá ættir þú að léttast um ½ kg ;-).

Með hreyfingu brennir líkaminn hitaeiningum og náum margvíslegum heilsuáhrifum sem við erum ekki síður að sækjast eftir m.a. aukum þol, bætum vöðvamassan og lækkum háan blóðþrýsting. Hversu margar hitaeiningar þú brennir fer svo allt eftir hversu mikið þú hreyfir þig. 30 mín á dag er gott viðmið.

6. Taktu þessu alvarlega

Gerðu langtímamarkmið sem þú tekur alvarlega. Þetta á að vera skuldbinding. Það er ekki nóg að vera dugleg í ákveðinn tíma og gefa sér síðan góða hvíld frá æfingum. Þetta er lífstílsbreyting og er algjörlega þess virði.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Færsla: HEILSA: 6 skotheldar leiðir til að léttast!! Lestu þetta og fylgdu eftir