Vissir þú að þau sem æfa og hreyfa sig reglulega fá síður kvef og flensur ? Þetta er staðreynd og til þess að undirbúa komandi flensutíð þá er gott að fara eftir þessu…
1. Borðaðu hollt.
Til að herja á flensubanann virkar vel að borða meira af C vítamín ríkum ávöxtum, passa upp á fá E vítamín úr t.d. hnetum, möndlum og heilkorni. Hvítlaukur og engifer er áhrifaríkt og ekki gleyma omega 3-7-9 úr lýsi eða annarri góðri olíu.
2. Æfðu reglulega og þannig byggir þú upp ónæmiskerfið þitt.
Allar rannsóknir sýna að veikindadögum fækkar ef þú ert að æfa reglulega.
3. Fáðu nægan svefn.
Svefninn er svo sterkt meðal og ónæmiskerfið okkar eflist. Kaffineysla á kvöldin hefur áhrif á góðan nætursvefn. Þú færð líka betri nætursvefn með því að fara snemma sofa og vakna fyrr. Settu þér markmið að fara að sofa um kl. 22:00, prófaðu í eina viku og finndu strax muninn. Það er þess virði !
4. Streitustjórnun.
Einbeittu þér að slökun. Regluleg slökun á hverjum degi hjálpar þér að vinna úr streitunni í kringum okkur. Ekki láta hana ná tökum á þér. 5 mín á dag, halla sér aftur og finna hvað við getum stjórnað líkamanum í að slaka á og leiða hugann um allan líkamann gerir gæfumuninn. Streita getur valdið miklum veikindum. Það er gott að fara í G fit vellíðan eða jóga tíma.
5. Ef þú reykir þá viltu hætta því.
Afleiðingar reykingar eru margþættar og hafa enn meiri áhrif eftir því sem við eldumst. Ofnæmiskerfið okkar er svo miklu slakara. Rannsóknir sýna fljótt jákvæðar breytingar ef þú hættir og strax eftir 3 mánuði eru miklar breytingar.
6. Neyttu áfengis í hófi.
Það er meðalvegurinn sem gildir og margar rannsóknr sýna fram á að léttvín og bjór í hófi hefur jákvæð áhrif á ónæmiskerfið meðan í meira lagi hefur neikvæð áhrif.
Þetta ættum við öll að geta farið eftir og ætlum að vera hraust í vetur!
Guðbjörg er iþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands. Hún hefur verið í líkamsræktarbransanum frá því árið 1989. Alltaf tilbúin að taka að sér krefjandi verkefni. Haldið ýmis þjálfaranámskeið fyrir þolfimikennara og einkaþjálfara auk þess að vera stundakennari við HR íþróttafræði. Undanfarin 19 ár hefur hún starfað með Agústu Johnson en nú hefur hún stofnað sitt eigið fyrirtæki, G fit heilsurækt og elskar að taka þátt í vellíðan fólks og upplifa árangur í líkamsrækt. Guðbjörg á skilningsríkan eiginmann og þrjú yndisleg börn.