Páskarnir mættir og þá getur verið freistandi að bara gleyma hreyfingunni og hollustunni í mataræði en athugaðu að við njótum frídaganna miklu betur með því að dekra vð okkur í hreyfingu og hafa hugann við hollt mataræði.
Þessi góðu ráð koma frá uppáhalds þjálfaranum okkar henni Guðbjörgu Finns.
1.
40 mín hreyfing á dag, getur bæði verið utandyra eða æfingar sem við getum auðveldlega gert á gólfinu heima hjá okkur.
2.
Fá sér ávallt hollan morgunmat, hafragrautur skorar 100% í hollustunni.
3.
Fá sér gott að borða en passa skammtastærðina, minna magn gefur miklu betra bragð en allt of mikið. Finna tilfinningu fyrir hversu södd eða svöng við erum: mjög svöng – svöng – södd – mjög södd – pakksödd. Við viljum bara fara á milli svöng og södd
4.
Velja sér páskegg úr suðusúkkulaði, hella upp á gott kaffi/te og njóta hvers bita og eiga 300 gr páskegg í 3-4 daga.

5.
Eftir kl. 20:00 þá er best að loka eldhúsinu og gott ráð er að bursta tennurnar.
6.
Ná að hvíla sig vel og fara fyrir miðnætti að sofa, á frídögum er gott að ná 8-9 tíma svefn og vinna þannig upp orkuna.
Förum eftir þessu og höfum góða samvisku gagnvart líkamanum yfir hátíðarnar

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.