Þú veist að það er alltaf margt smátt sem gerir eitt stórt og það eru ekki til neinar töfralausnir sem hjálpa okkur að losna við aukakílóin.
Með því að breyta smátt og smátt litlum venjum stuðlarðu að heilbrigðari lifnaðarháttum sem leiða af sér þyndartap og vellíðan.
1. Minnkaðu sykurneysluna
Ef þú ert ein af þeim sem notar sykur út í kaffið eða sækir í gotterí skaltu vita að sykur er sannarlega ekki vinur þinn. Sykurinn hjálpar til við fitusöfnun svo um leið og þú hættir að neyta hans, í hvaða formi sem er, byrja kílóin að fjúka. Vendu þig af sælgætisáti og bakarísferðum og þú munt sjá og finna mun á útliti og andlegri líðan.
2. Minnkaðu skammtastærðirnar
Þú hefur örugglega heyrt þetta mörgum sinnum áður en staðreyndin er sú að matarskammtarnir virðast miklu stærri ef þeir eru bornir fram á litlum diskum. Minnkaðu diskana þína og minnkaðu um leið stærðina. Ef þú borðar aðalréttinn á “brauðdiski” og drekkur úr háu, mjóu glasi áttu líklegast eftir að léttast fyrr en þig grunar.
3. Gerðu hollustuna áberandi
Í stað þess að hafa smákökur og gotterí á disk í eldhúsinu skaltu setja fræ og þurrkaða ávexti þar sem auðvelt er að ná til þeirra. Þetta fullnægir snakkþörfinni en kemur í veg fyrir að þú leitir í vitleysuna. Mæli með “Nemendanarti”, þurrkuðum kókos eða öðru góðgæti… þú finnur fullt af þessu í Heilsuhúsinu.
4. Borðaðu morgunmat
Rannsóknirnar hafa enn og aftur sýnt að fólk sem er duglegt að borða morgunmat er mikið líklegra til að léttast en þau sem sleppa hafragrautnum og hlaupa beint út í daginn. Prófaðu að setja dl af haframjöli í skál, hella heitu vatni út á, bæta í kanil, eplum, hnetum og rúsínum og sjáðu til… Eftir að hafa vanið þig á góðan morgunmat áttu aldrei eftir að vilja sleppa honum.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.