Þessa dagana er sólin loksins farin að láta sjá sig og þá eru engar afsakanir eftir lengur, það er um að gera að skella sér út að hlaupa!
Eitt af því tímafrekasta sem ég geri þegar ég er að undirbúa mig undir það að fara í ræktina eða út að hlaupa er að finna mér viðeigandi tónlist.
Einhverra hluta vegna skiptir þetta mjög miklu máli enda elska ég góða tónlist en ég elska ekki neitt sérstaklega mikið að hvorki hlaupa né fara í ræktina, svo tónlist getur alveg verið drifkrafturinn á bak við það að ég drífi mig í ræktina.
Þó ég verði að viðurkenna að upp á síðkastið er ég meira farin að setja inn lög sem bara drífa mig áfram og það má alveg deila um gæði þeirra að öðru leyti.
Best er að hafa góðan takt og á meðan hann er til staðar ætti annað ekki að skipta höfuðmáli.
En hér er listi yfir þau lög sem drífa mig hvað mest áfram (smelltu til að hlusta):
Bang Bang Bang – Mark Ronson & The Business Intl
Joker & The Thief – Wolfmother
Don’t Stop (Color On The Walls) – Foster The People
Broken Bottles – Silversun Pickups
Keep The Car Running – Arcade Fire
Gold On The Ceiling – The Black Keys
No One Knows – Queens Of The Stone Age
Dancing With Myself – Billy Idol
Hey Boy, Hey Girl – Chemical Brothers
What Else Is There (Trentemoller Remix) – Royksopp
The Rockafeller Skank – Fatboy Slim
Can’t Stop – Red Hot Chili Peppers
Sydney (I’ll Come Running) – Brett Dennen
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.