Vatn þarf ekki bara að vera vatn, það er hægt að búa til allskonar “twist” sem gerir vatnsdrykkjuna fjölbreyttari og skemmtilegri.
Ég rakst á þrjár sjúklega góðar “vatns-uppskriftir” á dögunum sem eru stútfullar af vítamínum:
- Nokkrar gúrkusneiðar
- 1 bolli skorin jarðaber
- Klakar
- Vatn
- 1/2 bolli myntulauf
- 1 bolli bláber
- Klakar
- Vatn
- 2 sneiðar sítróna
- 2 sneiðar appelsína
- 1 stórt greip
- Klakar
- Vatn
Njótið!
Annika Vignisdóttir er förðunarfræðingur og nemi í MSc markaðsfræði í HR. Hún, sem er fædd í meyjarmerkinu, elskar gjörsamlega allt sem tengist förðun, húðumhirðu og snyrtivörum en hefur einnig mjög gaman af dansi, tísku, hreyfingu og fólki með svartan húmor. Annika lifir samkvæmt þeirri hugmyndafræði að gera sem mest af því sem er skemmtilegt. Ef þú hefur fyrirspurnir varðandi förðun eða samstarf er þér velkomið að hafa samband við hana í gegnum mail: annikavignis@gmail.com