Vatn er allra meina bót og án efa það hollasta sem hægt er að setja inn fyrir sínar varir. Oft má heyra stjörnur og ofurfyrirsætur tönglast á því að vatnsdrykkja sé lykillinn að eilífum (eða hér um bil) æskuljóma og fegurð.
Stjörnurnar hafa þó einnig greiðan aðganga að rándýrum húðmeðferðum, lýtalæknum og yfirleitt dágóðum skammti af Photoshop.
Það kemur því ekki á óvart að flestir taka vatnsdrykkju-ráðinu með dassi af tortryggni.
Bresk kona ákvað þó að láta reyna á vatnið, eftir að bæði næringarráðgjafi og heimilislæknir hvöttu hana til að prufa að auka vatnsneyslu. Sarah, sem er 42 ára tveggja barna móðir, hafði glímt við höfuðverki og lélega meltingu árum saman. Það eina sem hún gerði í þessari óformlegu tilraun var að drekka 3 lítra af vatni á dag og fylgjast með líðan sinni á 4 vikna tímabili.
Vika 1
Á fyrstu myndinni má sjá að Sarah er með bauga, þrútin, með rauða flekki og yfirhöfuð þreytuleg. Dætur hennar, 4 og 8 ára tilkynntu henni að hún liti út fyrir að vera 100 ára gömul – gott að fá uppbyggilega gagnrýni!
Vika 2
Viku seinna er allt annað að sjá Söruh. Það er augljóst af myndinni að dæma að það má strax sjá áhrif vatnsdrykkjunnar. Hún viðurkennir að hafa pissað fullmikið fyrstu dagana en líðanin sé betri og það sé fyrir öllu.
Vika 3
Á þriðju vikunni er baugarnir að mestu leyti farnir og húðin ljómar, endurnærð og full af lífi. Sarah finnur fyrir meiri orku og nýtir tímann betur. Þar að auki hefur hún missti hálft kíló – einungis vegna vatnsdrykkjunnar.
Vika 4
Í lok fjórðu viku eru þetta niðurstöðurnar. Sarah er eins og ný manneskja, eða að minnsta kosti yngri manneskja. Baugarnir horfnir, húðin sléttari, litur í kinnunum og augun ljóma.
Þrátt fyrir óvísindalega rannsókn þá er ekki hægt að efast um niðurstöðurnar – útlitsmunurinn er heilmikill og þar að auki lýsir Sarah því að líðan hennar sé allt önnur. Hún hefur grennst, sér mun á appelsínuhúðinni og er almennt með meira sjálfstraust.
Íslenska vatnið er það besta sem til er og það má finna í næsta krana. Fylltu glas og fáðu þér vatn!