Margir kannast orðið við Karolinafund en það er söfnunaraðferð sem frumkvöðlar nýta sér til að fjármagna hin ýmsu verkefni.
Meðal þeirra sem eru með verkefni þar á prjónunum eru stelpurnar í Heilshugar en þær stefna að því að koma á markaðinn matvöru sem þær kalla Millimál.
Það eru nokkrar tegundir af möndlublöndum sem eru bæði bragðgóðar og hentugur hitaeiningafjöldi eða um 200-250 he. hver poki og því frábært sem snakk á milli máltíða. En til að geta komið vörunni á markað þurfa þær hjálp þeirra sem hafa trú á verkefninu:
“Þannig getur þú borgað 8 evrur (1280 kr) og færð í staðin áritað þakkarbréf frá okkur og 3 pakka af Millimáli sent heim þér að kostnaðarlausu úr fyrstu framleiðslu (í lok júní). Næsti möguleiki er 15 evrur (2400 kr) sem færa þér þakkarbréf, 6 pakka af Millimáli og matarplan (fyrir þá sem vilja). 30 evrur eða 4800 kr gefa 12 pakka af millimáli, þakkarbréf og matarplan og svo framvegis,” segir Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir forsprakki verkefnisins og bætir við…
“Þannig erum við í raun að selja Millimál fyrirfram til að safna pening sem við þurfum á að halda til að koma vörunni í framleiðslu.
Það þarf bara að fara inná ÞENNAN HLEKK, smella á ‘pledge to project’ og velja upphæð.
Karolinafund er íslensk síða og auðvelt að nota hana til að styrkja hin ýmsu verkefni en skemmst er að segja frá Bulsu verkefninu sem kemur ljúffengum grænmetispylsum á markað. Alltaf gaman þegar fólk tekur sig til og byrjar á atvinnuskapandi verkefnum sem bæta jafnframt heilsu landsmanna. Gerist varla betra.
Við á Pjatt.is óskum Guðrúnu og félögum góðs gengis með verkefnið og bíðum spenntar eftir að sjá þessar vörur í búðum!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.