Það er mjög auðvelt að grennast og vera í góðu formi, svo lengi sem við hugsum um hvað fer ofan í okkur.
En allt of oft virðumst við lenda í þeirri aðstöðu að hafa hreinlega ekki hugmynd um hvað við eigum að borða: Hvorki í hádegis né kvöldmat.
Best er að einfalda málið. Skipuleggja svolítið fyrirfram og reyna að forðast sætindi, brauð, hrísgrjón og pasta (það er að segja ef við viljum missa sætu aukakílóin okkar).
Á Instagram er fullt af heilsumeðvituðu fólki sem elskar að mynda matinn sinn og merkja svo myndirnar með t.d. #healthfood #cleaneating #vegetarian og svo framvegis.
Hér eru nokkar myndir fengnar af Instagram en með því að kíkja aðeins á þær geturðu fengið góðar hugmyndir að því hvað er hægt að setja á diskinn í kvöld, eða á morgun, eða hinn… já eða bara út vikuna!
Verði þér að góðu!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.