Flestir eru meira eða minna hálf ringlaðir þegar kemur að heilsutengdum málum. Mörgu er haldið fram, sem á ekki við nein rök að styðjast og svo er ótrúlegt að fólk skuli ekki átta sig á öðrum hlutum.
Hér eru 20 atriði sem allir ættu að vita en gera það af einhverjum ástæðum ekki. Listann hef endursagt og þýtt úr þessari frábæru grein eftir Kristján Má Gunnarsson og einhverju hef ég bætt við.
Öll þessi atriði eiga það sameiginlegt að þegar þú skoðar heilsumálin aðeins í kjölinn þá eru flestir heilsuspekúlantar sammála um að það sem hér á eftir kemur séu augljósar staðreyndir.
1. Transfita er ekki ætluð manneskjum að melta
Transfitur eru ógeðslegar. Til að framleiða þær þarf að nota gríðarlegan háþrýsting, hita og vetnigas en ferlið breytir fljótandi grænmetisolíum í þykkt slím sem harðnar við stofuhita.
Það er stór spurning hvað manneskjan sem framleiddi þetta var að hugsa á sínum tíma? Transfitur eru ekki bara hræðilega ólystugt fyrirbæri heldur eru þær líka skaðlegar heilsunni og hafa spilað stóran þátt í í að auka á hjarta og æðasjúkdóma á vesturlöndum.
2. Þú þarft ekki að borða á 2-3 kls fresti
Þetta með að borða á 2-3 kls fresti er bara vitleysa. Þú brennir ekki meiru þannig og það er ekki nauðsylegt til að léttast. Rannsóknir hafa sýnt fram á að minni máltíðir sem eru borðaðar nokkrum sinnum á dag hafa ekkert að gera með þyngdarstjórnun eða brennslu. Að borða á tveggja til þriggja tíma fresti er mjög óhentugt fyrir flest fólk.
Borðaðu bara þegar þú ert svöng og vertu viss um að þú sért að borða hollan og næringarríkan mat.
3. Ekki láta fjölmiðla kenna þér heilsufræði
Fjölmiðlar nútímans eru ein helsta ástæða þess að fólk er meira eða minna ringlað þegar kemur að því að viðhalda eigin heilsu. Oft verður mikill æsingur í kringum “það nýjasta” en ef horft er framhjá þessum æðum og málið rannsakað þá sést að þetta er meira eða minna samhengislaust, eða tekið úr samhengi til að ýta undir að eitthvað annað mál sé sannað. Mjög oft til að henta einhverskonar markaðssetningu.
Einnig fara fræðilegar rannsóknir að sama skapi fyrir ofan garð og neðan. Oft hávísindalegar og með boðskap sem er þveröfugur við það sem fjölmiðlarnir og lífstílsbloggin boða.
4. Kjöt rotnar ekki í þörmunum á þér
Þetta er stórkostleg þvæla. Kjöt rotnar ekki í ristlinum á okkur. Líkaminn er þrælfínt verkfæri sem dugar til að melta og brjóta niður hörðustu sameindir. Þar á meðal kjöt. Líkaminn meltir kjöt og tekur í sig alla næringu sem hægt er að fá úr því. Próteinið brotnar niður í magasýrunum og restin í smáþörmunum. Allar fitur, prótein og næringarefni fara síðan í gegnum meltingarveggina og þaðan í líkamann. Það verður ekkert eftir til að “rotna” í ristlinum.
5. Egg eru með hollasta mat í heimi
Egg áttu á sínum tíma að vera í óvinahernum vegna kólestróls í rauðunni. Rannsóknir hafa hinsvegar sýnt fram á að kólestról úr eggjum hækkar ekki kólestrólmagn í blóði hjá flestu fólki. Nýjar rannsóknir sem hundruð manna og kvenna tóku þátt í hafa sýnt og sannað að egg hafa engin áhrif á hjartasjúkdóma í heilbrigðu fólki.
Sannleikurinn er sá að egg eru meðal þess heilnæmasta og besta sem maðurinn getur borðað. Það eru næstum því öll nauðsynleg næringarefni í rauðunum og að forðast að borða egg eru algjör mistök.
6. Gosdrykkir eru ein stærsta ástæða þess að vesturlandabúar fitna
Viðbættur sykur er hræðilegt fyrirbæri og að fá hann fljótandi er öllu verra. Vandinn með fljótandi sykur er að heilinn tekur þetta ekki inn sem hitaeiningar sem koma í staðinn fyrir annan mat. Með öðrum orðum, heilinn nær ekki að skrásetja þetta sem inntöku á fæðu sem gerir það að verkum að þú borðar bara fleiri hitaeiningar fyrir vikið.
Og af öllu ruslfæði þá eru gosdrykkirnir óhollastir og mest fitandi.
7. Lágt fituinnihald þýðir ekki að það sé hollt
Nú eru reyndar flestir farnir að átta sig á að lágt fituinnihald þýðir ekki það sama og að maturinn sé hollur. Það sem meira er, þessi matur er oft mjög unninn áður en hann er settur í umbúðir og dreift í búðir og að auki stútfullur af sykri.
Matur sem inniheldur náttúrulega lítið fitumagn (eins og ávextir) er æðislegur en unninn matur með litlu fituinnihaldi er yfirleitt hlaðinn annari vitleysu. Þessvegna er best að forðast það sem er merkt -létt.
8. Ávaxtasafar eru ekki mikið hollari en gosdrykkir
Flestir halda að ávaxtasafar séu hollir af því þeir eru gerðir úr ávöxtum. Þetta er hinsvegar nokkuð almennur og útbreiddur misskilningur. Margir ávaxtadrykkir innihalda jafn mikinn sykur og Kók!
Það eru engar trefjar í þessu og þú framleiðir engin ensím við að tyggja svo það verður auðvelt að innbyrða gríðarlegt magn af sykri. Einn bolli af ávaxtasafa inniheldur jafn mikinn sykur og tvær heilar appelsínur.
Ef þú ert, heilsunnar vegna, að reyna að forðast sykur þá skaltu forðast ávaxtasafa líka. Þeir eru alveg jafn slæmir og þetta litla af andoxunarefnum sem þú færð með því að drekka þá bætir ekki upp fyrir allan sykurinn sem þú ert að innbyrða.
9. Meltingarflóran skiptir gríðarlegu máli
Nýjustu rannsóknir sýna fram á að heilbrigði meltingarflórunnar (ph gildi, sveppagróður osfrv) hefur gríðarleg áhrif á heilsuna, vöxt fruma og almennt heilbrigði. Þetta spilar bæði inn á líkamsþyngdina, heilbrigða heilastarfsemi og margt fleira. Bakteríuflóran í meltingunni þarf sína næringu og góðar trefjar eru það besta sem þær vita.
Vertu viss um að fá nægilegar trefjar, þó ekki nema bara til að gleðja þessar mikilvægu bakteríur.
10. Kólestról er ekki stærsti óvinur þinn
Þegar fólk talar um gott kólestról og slæmt kólestról þá er það ekki í raun að tala um kólestról heldur próteinin sem sjá til þess að kólestrólið ferðast á milli staða líkamans.
LDL stendur fyrir “Low Density Lipoprotein” og HDL stendur fyrir “High Density Lipoprotein”.
Staðreyndin er sú að kólestról er ekki óvinur þinn, – aðalástæða hjartasjúkdómanna eru þessi lipoprótein sem ferja kólestrólið en ekki það sjálft.
11. Megrunarvörur og duft eru gagnslaus
Það er til ótrúlegt magn af margskonar megrunarvarningi á markaðnum, hin og þessi duft og brennslutöflur. Vandinn við þessar vörur er eiginlega sá að þær virka sama og ekki neitt.
Flest eiga þau að gera gríðarlegt gagn á mjög stuttum tíma en svo er ekkert að marka rannsóknirnar sem yfirleitt eru gerðar af sjálfum framleiðendum með það fyrir augum að kalla fram jákvæða niðurstöðu. Þegar það eru gerðar vísindalegar rannsóknir þá kemur í ljós að jafnvel þau megrunarlyf sem þó virka eitthvað aðeins hafa bara svo lítil áhrif að það er varla mark á þeim takandi.
Og oft valda svona “lausnir” meiri skaða heldur en hitt af því þær afvegaleiða fólk frá því sem raunverulega skiptir máli – sem er að breyta um lífsstíl, hreyfa sig og borða öðruvísi.
12. Heilsan þín snýst um mikið mikið mikið meira en þyngdina
Flestir hafa mikla þráhyggju fyrir því að léttast og örfáir vilja bæta á sig. Við erum meira eða minna með þyngdina á heilanum. Þetta hefur samt ekki endilega með heilsuna okkar að gera. Margir sem eru vel yfir kjörþyngd hafa eðlileg efnaskipti á meðan fólk sem er í kjörþyngd glímir við aðra vanda sem við tengjum almennt við offitu.
Það gagnast því ekki að spá bara í að léttast, — það er hægt að bæta heilsuna án þess að léttast og öfugt.
Hinsvegar skiptir máli nákvæmlega hvar á líkamanum við fitnum. Fólk sem fitnar yfir miðjuna glímir oft við efnaskiptavanda og allskonar sjúkdóma og vanda meðan fita sem safnast undir húðina og heilt yfir líkamann er oft bara óþægileg og leiðinleg útlitslega, en skiptir ekki jafn miklu máli upp á heilsufarið að gera.
13. Hitaeiningarnar telja, – en þú þarft ekki nauðsynlega að telja þær
Hitaeiningar skipta máli, það er staðreynd. Offita stafar af því að fólk innbyrðir meira magn af hitaeiningum en það þarf á að halda en þetta þýðir ekki að við verðum nauðsynlega að telja allt sem fer innfyrir varirnar okkar.
Þó að það virki vel fyrir marga að telja hitaeiningarnar til að léttast þá er margt hægt að gera til að léttast sem felur ekki í sér að telja þær. Til dæmis er hægt að borða meira af próteinum (LKL) en það verður sjálfkrafa til þess að líkaminn biður um færri hitaeiningar og léttist um leið án þess að þú sért endalaust að spá í hitaeiningar.
14. Fólk með háan blóðsykur eða sykursýki 2 ætti ekki að borða mikið af kolvetnum
Áratugum saman hefur fólki verið ráðlagt að borða léttan (diet, eða low fat) mat og að kolvetni ættu að vera um 50-60% af máltíðum dagsins.
Merkilegt nokk þá mátti fólk með sykursýki 2 líka lifa á þessari fæðu samkvæmt læknisráðum en þetta fólk þolir mjög illa mataræði sem hefur hátt kolvetnismagn því þá hækkar blóðsykursmagnið hratt. Af þessari ástæðu þarf fólk með sykursýki 2 að taka lyf til að lækka blóðsykursmagnið.
Ef einhver ætti að hafa gott af lágkolvetnamataræði þá eru það einstaklingar með sykursýki 2. Nýlegar rannsóknir sýndu að 95.2% einstaklinga með sykursýki 2 minnkuðu eða hættu alveg að nota sykursýkilyf við að breyta mataræðinu með þessum hætti.
15. Fita gerir þig ekki feita, – og það sama gildir um KOLVETNI
Eins og fyrr segir erum við smátt og smátt að gera okkur grein fyrir því að fita gerir okkur ekki feit en það sama gildir reyndar um kolvetni.
Þetta hefur samt enga skynsamlega þýðingu. Fólk sem er á LKL endar oft á að borða færri hitaeiningar en aðrir sem neyta meiri kolvetna. Þetta hefur orsakað að margir kenna kolvetnum um að við fitnum en þetta er misskilningur. Fullt af fólki hefur lifað á hákolvetnamataræði en haft það gott. Eins og með allt annað sem tengist næringu þá snýst þetta um samhengi hlutanna. Fita getur verið fitandi, kolvetni geta verið fitandi, þetta veltur allt bara á því hvað þú ert að borða og hvernig þú lifir lífinu frá degi til dags.
16. Ruslfæða getur orðið ávanabindandi
Mataræði okkar hefur breyst gríðarlega síðustu 100 árin eða svo. Matur er meira eða minna unnin fram og til baka og vísindamenn (sem vinna fyrir matvælaiðnaðinn) hafa fundið leiðir til að gera matinn að “verðlaunum” svo að yfir heila okkar flæðir dópamín. Sama system er í gangi hjá eiturlyfjanotendum sem taka dópið sitt og upplifa þessa “verðlauna” tilfinningu.
Af þessari ástæðu er hægt að ánetjast ruslfæðu og missa alla stjórn á inntökunni.
Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að það er mikill samhljómur á milli þess að verða eiturlyfja og ruslfæðifíkn að bráð.
17. Ekki treysta því að matur sé heilsusamlegur þó hann sé merktur þannig
Vesturlandabúar hafa aldrei pælt jafn mikið í heilsunni og nú og auðvitað eru matvælaframleiðendur meðvitaðir um þetta.
Til að selja meira bæta þeir “heilkornum” í brauðin og leita allskonar leiða til að markaðssetja vörurnar sínar sem heilsusamlegar þó enn sé um sama ruslið að ræða.
Til dæmis er nú hægt að fá “heilkorna” morgunkorn, kókópöffs og þessháttar. Þetta á að blöffa foreldra til að halda að þau séu að velja betri mat fyrir krakkana en er auðvitað bara lélegt sölutrikk.
18. Ekki kaupa unnar olíur
Grænmetisolíur, eins og sojabauna, korn og kanóla olíur eru unnar úr fræjum með mjög grófum aðferðum. Olíurnar innihalda mjög hátt magn af omega 6 fitusýrum sem eru líffræðilega virkar og mannfólk er ekki gert til að vinna úr svo miklu magni. Þetta hefur leitt til hjartasjúkdóma og annara vandamála. Smjör og venjulegar kaldpressaðar olíur (ólífu t.d) eru fínar til að steikja upp úr.
19. Lífrænt og/eða glúteinlaust er ekki það sama og hollt
Það er ótrúlega margt í tísku þessa dagana, meðal annars er glúteinlaust fæði í tísku og allt á helst að vera lífrænt.
En að eitthvað sé annaðhvort glúteinlaust eða lífrænt þýðir ekki sjálfkrafa að það sé HOLLT. Matur sem er náttúrulega glútenlaus er í lagi en margt sem er unnið til að vera laust við glútein missir næringarefnin í vinnsluferlinu og stundum inniheldur sá matur önnur viðbætt efni sem gera líkamanum ekki mikið gagn.
Svo er hægt að búa til allskonar ruslfæðu úr lífrænum mat. Staðreyndin er sú að sykur er áfram sykur, þó hann sé lífrænn, og glúteinlaus ruslfæða er enn ruslfæða.
20. Það gengur ekki upp að kenna mat sem við höfum borðað í gegnum aldirnar um nýja lífstílssjúkdóma
Hjartasjúkdómar urðu að vandamáli fyrir um hundrað árum, offitufaraldurinn reis upp úr 1980, sykursýki 2 fylgdi fljótt í kjölfarið.
Þetta eru stærstu heilsuvandamál heims í dag og það virðist vera að mataræði spili þar gríðarlega stóra rullu en hvernig ætti þá að vera hægt að kenna mat eins og kjöti, fiski og smjöri um vandann?
Fólk hefur borðað dýraafurðir um aldanna skeið en þessir sjúkdómar eru tiltölulega nýir. Er ekki gáfulegra að kenna nýjum mat og markaðssetningu á honum um? Allur þessi unni matur, viðbættur sykur, olíur og hreinsað kornmeti. Að kenna mat, sem við höfum alla tíð borðað, um nýja sjúkdóma gengur ekki upp. Svo einfalt er það.
NIÐURSTAÐAN Í MJÖG STUTTU MÁLI:
Reyndu að kaupa ferskt og elda sem mest heima hjá þér, forðastu að kaupa tilbúin mat eða frystar máltíðir í pökkum, ekki kaupa létt og diet vörur og ekki halda að allt sé hollt eða gott fyrir þig sem er merkt “heilsa”.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.