Að missa sig ekki í handabaksnagi og sjálfsvorkunn yfir að hafa freistast getur verið erfitt.
Þá gildir að vera harðákveðinn með sín markmið, þurrka tárin og halda áfram að hamast og borða hollt.
Eitt allra sniðugasta hjálpartækið til þess að halda drifkraftinum til að æfa og borða hollt er einfaldlega eitt stykki af (gervi-) fitu sem vegur 2 kg.
Það hefur hjálpað ótal mörgum að halda sig á mottunni í hollu matarræði og gera sér betur grein fyrir því nákvæmlega hvað það er sem við erum að brenna burt með þrotlausum æfingum og réttu matarræði.
Kannski ekki fallegasta stofudjásnið og að öllum líkindum passar fituklumpurinn ekki inni í innréttinguna þína en þetta fitufjall muntu vilja hafa nálægt þér alla daga því áhrif þess eru gífurleg.
Það er sniðugt að geyma klumpinn inni í ísskáp eða hliðina á kexkrúsinni. Sumir hafa fitukeppinn með sér í ræktina, geyma í íþróttatöskunni eða hafa hjá sér á hlaupabrettinu. (Það tekur eflaust enginn eftir honum enda er ræktin sjálfhverfasti staður í heimi).
Einnig er hægt að fá 2 kg af vöðva (gervi líkt og fitan) en það er frábært að eiga einn fituklump og vöðvabúnt til að bera regulega saman.
Fituklumpinn og vöðvamassann er hægt að kaupa á Amazon.
Næst þegar þú átt erfitt með að finna orkuna og áhugann fyrir heilbrigðum lífstíl skaltu muna eftir fituklumpinum. Kauptu hann og taktu með þér hvert sem þú ferð! Það mun eflaust gulltryggja árangurinn.
Anna Margrét er fædd í Reykjavík árið 1987, en hefur alið manninn í Svíþjóð, Suður Ameríku og víðar.
Anna er krabbi, og þykja þeir hinir kátustu. Tíska, förðun, jafnrétti, skrif og ferðalög um Afríku eru nokkur af hennar áhugamálum.