Við vanmetum yfirleitt gildi þess að fara snemma í háttinn en reynum mörg á sama tíma að rækta aðra þætti sem tengjast heilsunni. Pössum þannig svaka vel upp á mataræðið og mætum samviskusamlega að lyfta lóðum en sofum kannski í mesta lagi í 4-6 kls á hverri nóttu sem er langt undir því sem við þurfum. Með tímanum fer svefnskorturinn og þreytan svo að orsaka allskonar vandamál, andleg og líkamleg, sem getur verið flókið að vinna bug á.
Hér eru 18 magnaðar staðreyndir um svefn og svefnleysi:
- Tveir þriðju af fullorðnum einstaklingum á vesturlöndum segjast hafa átt í vandræðum með heilbrigðan nætursvefn.
- Að vakna oft á nóttunni getur verið jafn lýjandi og að fá engann svefn.
- Svefnleysi getur valdið þyngdaraukningu, höfuðverk, háum blóðþrýstingi, sykursýki, þunglyndi, athyglisbrest og veiku ónæmiskerfi.
- Meira en 1500 dauðsföll má rekja árlega til þess að fólk sofnar undir stýri.
- Flest fullorðið fólk þarf 7-9 kls af svefni á hverri nóttu.
- Svefnleysi er notað sem pyntingaraðferð í stríði.
- Flugþreyta verður alltaf erfiðari þegar flogið er í austurátt.
- Einn þriðji af ungu fólki er þreytt yfir daginn og aðallega á morgnanna.
- Áður en rafmagnsperan var fundin upp svaf fólk að meðaltali í 10 klukkustundir á hverri nóttu.
- Ef þú sofnar á innan við fimm mínútum þegar þú leggst á koddann er líklegt að þú sért þjökuð/aður af langvarandi svefnskorti. Best er að sofna á 10-15 mínútum.
- Flest af því sem vitað er um svefn hefur komið í ljós á undanförnum 25 árum.
- Challenger geimflaugarslysið og Chernobyl slysin má bæði rekja til mannlegra mistaka sem orsökuðust af svefnleysi.
- Rottur sem fá engan svefn deyja eftir tvær vikur en eftir fimm eða sex vikur ef þær ná aldrei djúpsvefni (REM)
- Ef konur sofa í minna en sjö klukkutíma á nóttu aukast líkur þeirra á að fá hjartasjúkdóma.
- Svefnleysi veldur því þú framleiðir meira magn af stresshormónum og færri heilasellur. Framleiðsla á taugafrumum fer úr skorðum og það er líklegasta ástæða þess að skynjun brenglast þegar fólk hefur skort svefn lengi.
- Líkaminn vinnur úr sykurmagni þegar við sofum. Ef þú sefur ekki vel hækkar sykurmagnið í blóðinu svo um munar.
- Svefninn eykur líkurnar á að það sem við lærðum daginn áður festist okkur í minni.
- Á hverjum degi líður fjöldi nútímafólks af þreytu og fleiri vandamálum sem orsakast af svefnleysi. Þetta kemur niður á samböndum, vinnu, uppeldi og fleiru sem tengist daglegu lífi og samskiptum.
Settu þér markmið um að fara fyrr að sofa á hverju kvöldi. Hafðu símann frammi og slepptu kaffi eftir kl 16:00 á daginn. Með staðfestunni, og með því að sleppa því að leggja þig fyrst um sinn, þá nærðu þessu. Ég hef fulla trú á þér!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.