Við erum alltaf að fræðast betur og betur um matinn sem við borðum, úr hverju og hvernig hann er gerður og hvaða áhrif hann hefur á heilsuna og líkamann.
Margir hafa árum saman ekkert pælt í mataræðinu. Borða bara það sem þeim finnst gott og taka svo mismunandi afleiðingum; ofþyngd, þreyta, slæm húð, slen, sjúkdómar… listinn getur orðið mjög langur.
Eftirfarandi er upptalning ellefu “matvæla” sem þú ættir eftir fremsta megni að sleppa því að kaupa og borða. Einfaldlega af þeirri ástæðu að þetta er mjög, mjög, mjög slæmt fyrir heilsuna þína ef þú neytir þessa í miklu magni. Og hvað er mikið? Jú, til dæmis daglega eða vikulega er of mikið….
___________________________________________________________________
1. Unnar kjötvörur
Það eru svooo margar ástæður til að sleppa því að borða unnar kjötvörur en aðallega kannski að maður veit yfirleitt ekkert hvað er í þessu. Þar fyrir utan eru unnar kjötvörur yfirleitt hlaðnar rotvarnarefnum svo að varan líti út fyrir að vera fersk, í sem lengstan tíma. Ég þekki tvær manneskjur sem hafa unnið í kjötvinnslu þar sem unnar kjötvörur eru framleiddar og báðar steinhættu að borða þetta eftir það. Segir það ekki allt sem segja þarf?
___________________________________________________________________
2. Sykraðir gosdrykkir og gos með gervisætu.
Sykur, litarefni, rotvarnarefni, serum, kokteill af efnum sem gera meltingarveginn “súran” og mynda álag á ónæmiskerfinu svo það verður erfiðara fyrir góðu frumurnar að vaxa og dafna. Bara það að hætta að drekka gosdrykki á hverjum degi gæti verið fyrsta skrefið í átt að góðri heilsu hjá fullt af fólki. Ótrúlega margir Íslendingar innbyrða allt, allt, allt of mikið af gosi á hverjum degi með tilheyrandi fylgikvillum.
___________________________________________________________________
3.Örbylgjupopp
Örbylgjupopp bragðast vel en ómæ, það er ekki gott fyrir mann. Gerviefnin sem eru notuð til að halda poppinu “fersku” í olíu (sem á að bragðast eins og smjör) eru fáránlega óholl (m.a. perfluorooctanoic sýra). Rannsóknir hafa sýnt fram á að neyslan á öbbarapoppi hefur slæm áhrif á lifrina og brisið og getur meira að segja haft áhrif á frjósemi. Það er einnig margt sem bendir til þess að þetta sé krabbameinsvaldandi svo það borgar sig bara að draga fram gamla góða pottinn og henda smá smjöri á botninn. Tekur alveg jafn langan tíma og bragðast margfalt betur. Getur líka poppað upp úr kókosolíu. Það er dásamlega gott.
___________________________________________________________________
4. Frosnar skyndimáltíðir
Margir lifa hreinlega á svona “mat”. Hann er ódýr og þægilegur að grípa og ef þú hraðlest á umbúðirnar þá virkar þetta allt í besta standi. Lágt fituinnihald og guð má vita hvað. Það versta er að svona low-fat matur er mjög slæmur fyrir einmitt þá sem eru að reyna að léttast af því það er svo mikið af sykri og sætuefnum sett í staðinn. Lestu alltaf smáa letrið ef þú ert að heilsumennta þig og reyndu frekar að kaupa það sem er vottað lífrænt ef þú vilt á annað borð kaupa svona hraðfrystifæðu. Tékkaðu á sykurmagninu líka… Hollt er ekki það sama og hollt. Matur sem er markaðssettur sem “heilsu” er oft hlaðinn sykri.
___________________________________________________________________
5. Sykur
Speak of the devil… Við höfum alltaf vitað að sykur í miklu magni er óhollur en verstur er hvíti sykurinn sem þó er enn notaður af mjög mörgum matvælaframleiðendum. Hvítur sykur hefur mjög slæm áhrif á insúlín magnið í blóðinu hjá okkur, sem kallar á ójafnvægi í allri líkamsstarfsemi. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á tengingu milli þess að borða mikinn sykur og veikjast af krabbameini. Sykur er notaður í flestar tegundir af verksmiðjuframleiddum mat svo það borgar sig að sleppa honum eins og maður getur. Hann er hvort sem er alltaf þarna by default. Sumir ráða hreinlega ekki við að borða neinn sykur og “bara smá” vindur hratt upp á sig og breytist í fyllerí á nammibarnum með tilheyrandi sektarkennd. Ef þú ert heiðarleg við sjálfa þig og kemst að því að þú getur ekki stoppað eftir að þú byrjar í sykrinum þá skaltu skoða það alvarlega að fara í langt sykurbindindi, eða þar til þú telur þig ná raunverulegum tökum á þessu.
___________________________________________________________________
6. Rautt kjöt
Nú hugsa margir… bíddu hvað á ég þá að borða!?! Rautt kjöt er auðvitað í lagi svo lengi sem það er í góðu hófi. Láttu grænmetið ná yfir meira en 2/3 af disknum og hafðu kjötið í minna lagi. Borðaðu kjöt einu sinni til tvisvar í viku en fisk, grænmetisrétti og kjúkling hina dagana. Reyndu að kaupa kjötið eins ferskt og unnt er og forðastu kjöt sem er búið að krydda fyrir þig og vakúmpakka í búðunum.
___________________________________________________________________
6. Ávextir og grænmeti sem ekki er vel hreinsað.
Nýlega var heil fjölskylda frá Bretlandi lögð inn vegna veikinda sem þau fengu af eitri sem úðað hafði verið á grasflöt þar sem þau voru í fríi á fimm stjörnu hóteli. Einn úr fjölskyldunni lést. Efnin sem eru notuð til að verja ávexti og grænmeti frá skordýrum ofl eru oft mjög, mjög skaðleg heilsu manna, svo skaðleg að fólk getur hreinlega dáið af því að anda að sér þessum efnum.
Það borgar sig alltaf að reyna að skræla epli og þrífa ávexti eins vel og maður getur. Annars er líka gott að reyna að kaupa lífræna ávexti eða þá sem eru vottaðir með að enginn eiturefni hafi verið notuð við ræktun þeirra.
___________________________________________________________________
7. Tómatar í dós
Þetta vissi ég ekki fyrr en nýlega en tómatar í dós eru ekki góðir fyrir okkur og í raun bara enginn dósamatur en allra síst tómatar. Ástæðan er sú að húðin innan á áldósinni er lögð með efni sem heitir bisphenol-A, eða BPA og það er mjög skaðlegt heilsunni þar sem það eykur líkur á krabbameini. Tómatar draga víst til sín mikið af þessu BPA og þannig fer þetta efni í gegnum matinn í blóðrásina okkar og líkamann. Næs. Reynum að kaupa tómata úr glerkrukkum eða gerum bara okkar eigin soðnu tómata. Það er ekkert mál að láta nokkra ferska malla í pottinum, – sv0 er það margfalt betra á bragðið.
___________________________________________________________________
8. Flögur
Já ég veit… þetta er ógeðslega leiðinlegt en flögur eru ekki góðar fyrir mann (hver vissi það svosum ekki). Kartöfluflögur innihalda mjög mikið magn af acrylamide, en það er efnasamband sem myndast þegar matur er hitaður upp í mjög hátt hitastig. Fyrir utan það er mikið af bragðefnum, rotvarnarefnum og litarefnum í flögum. Tortilla flögur eru betri valkostur þar sem þær hafa lægra fitumagn og hitaeiningar. Heimapopp er líka mikið betra, og saltstangir.
___________________________________________________________________
9. Áfengi
Ó nei, hvar endar þetta eiginlega? Er allt sem er skemmtilegt, óhollt?
Hmmm… við höfum jú alltaf vitað að áfengi er mjög langt frá því að vera hollt nema það sé notað í mjög litlu magni. Því miður eru allt of margir sem ráða hreinlega ekki við að drekka lítið af því í senn. Nýleg bandarísk rannsókn, þar sem yfir 200.000 konur tóku þátt, leiddi í ljós að konur sem drekka daglega eru 30% líklegri til að fá brjóstakrabbamein heldur en konur sem ekkert drekka. Hér geturðu svo séð hvaða áhrif dagleg drykkja (vínglas eftir vinnu) hefur á útlitið.
Hófleg rauðvínsdrykkja getur hinsvegar haft ágætis áhrif á blóðrásina og dregið úr líkum á hjartasjúkdómum. Eitt lítið vínglas eftir matinn, af og til, virðist hafa ágætis áhrif á heilsuna. En þá erum við bara að tala um eitt glas af og til. Ekki fleiri. Að drekka mikið áfengi í stórum skömmtum getur leitt til hjartastopps, hjartaáfalls og fleiri alvarlegra sjúkdóma. Jafnvel dauða. Það borgar sig að hafa það undir kontról.
___________________________________________________________________
10. Hvítt hveiti
Þú ættir alltaf að reyna að sneiða hjá hvítu hveiti vegna þess að það er búið að lýsa það upp með bleikiefnum (klór). Við það hverfur mikið af næringarefnum úr afurðinni og eftir situr innantóm kolvetnasprengja. Rannsóknir virðast benda til þess að það sé samhengi milli brjóstakrabba og mikillar neyslu á hvítu hveiti. Í niðurstöðum einnar rannsóknar, Cancer Epidemiology – Mile Markers, kom fram að í myllum sem notaðar eru til að mala og hvítta hveitið er notað klórgas sem er svo eitrað að fólk getur dáið við að anda því að sér. Halló? Reyndu eftir fremsta megni að borða kornvöru sem ekki inniheldur hvítt hveiti. Veldu spelt í staðinn, eða grófkorna fæðu.
___________________________________________________________________
11. Fröllur
Já, uppáhaldið! Franskar kartöflur. Þvílíkt kikk sem það er að raða upp í sig fröllum með löðrandi kokteilsósu en því miiiðððuuurrr þá eru þær eru víst með því versta sem hægt er að bjóða búknum sínum upp á. Þær innihalda sama þetta sama súperskaðlega acrylamide og kartöfluflögurnar og það hefur víst verið margsýnt og sannað að þetta akríl dæmi er krabbameinsvaldandi. En þetta er samt ekkert mál.
Það er margfalt betra að skera venjulegar kartöflur niður og baka þær með olíu og hvítlaukssalti inni í ofni. Tekur aðeins lengri tíma en smakkast mikið, mikið betur. Þú getur í raun gert það sama við sætar kartöflur og allt annað rótargrænmeti sem fær sætan keim þegar maturinn er hitaður.
Farðu varlega með fröllurnar ef þú vilt endilega borða þær. Hafðu það bara örsjaldan.
___________________________________________________________________
Vonandi er ég ekki alveg búin að eyðileggja daginn fyrir þér með þessum 11 boðorðum, – og vonandi koma þessar upplýsingar eitthvað að gagni 🙂 Hér geturðu lesið meira um pælingar mínar í sambandi við mataræði, krabbamein og heilsueflingu. Einn líkami, eitt líf! Förum vel með okkar.
[Þýtt og endursagt úr þessum lista]
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.