Varstu nokkuð að hugsa um það að sleppa æfingu í dag eða á morgun? Ég held að þú leyfir þér ekki lengur að hugsa um það ef þú lest þessar 100 ástæður fyrir því að æfa. Við þurfum hvatningu og þetta gefur okkur heldur betur góða ástæðu fyrir því að æfingin er nauðsynleg! Þennan lista þarftu að hafa á góðum stað sem minnir þig sífellt á hvað þú ert að gera þér gott:
100 ástæður fyrir því að æfa núna!
- Vegna þess að æfingin gerir þig öruggari með sjálfa þig
- Vegna þess að æfingin gerir þig sterkari
- Vegna þess að æfingin er gott meðal gegn þunglyndi
- Vegna þess þú verður stolt af sjálfri þér
- Vegna þess að þú hefur markmið til þess að ná
- Vegna þess að þér liður illa ef þú sleppir æfingu
- Vegna þess að þú vilt komast áfram en ekki afturábak
- Vegna þess að þú eyðir fleiri hitaeiningum
- Vegna þess að þú bætir hjarta þitt
- Vegna þess að þú vilt fá “kúlurass”
- Vegna þess að þú vilt hafa áhrif á að fá ekki sykursýki
- Vegna þess að þú vilt vera góð fyrirmynd barna þinna
- Vegna þess að þú vilt líða vel í fötunum þínum
- Vegna þess að þú minnkar líkurnar á að fá krabbamein
- Vegna þess að líkaminn þinn er gerður til þess að hreyfa sig
- Vegna þess að þú vilt vera íþróttakona
- Vegna þess að þú vilt líta betur út
- Vegna þess að þú vilt vera í góðu skapi
- Vegna þess að þú vilt standa með reisn
- Vegna þess að þú veitir bakinu þínu góðan styrk
- Vegna þess að það er svo gott
- Vegna þess að þér líður vel eftir að hafa lokið æfingunni
- Vegna þess að þú eyðir kannski mestum deginum í að sitja á rassinum
- Vegna þess að þú vilt líta vel út í sundlaugunum
- Vegna þess að sú sterka er þessi nýja fyrirmynd
- Vegna þess að þú vilt æfa og borða hollt
- Vegna þess að það styrkir beinin þín
- Vegna þess að það hjálpar þér til að léttast
- Vegna þess að þú mátt borða aðeins meira
- Vegna þess að þetta er gæðatími með þér
- Vegna þess að þetta er streitulosandi
- Vegna þess að þetta er ódýrasta meðferðin þín
- Vegna þess að þú vilt sterka miðju
- Vegna þess að þér þykir vænt um þig
- Vegna þess að þú hefur metnað fyrir líkamann þinn
- Vegna þess að þú styrkir fætur þínar
- Vegna þess að fötin passa þér betur
- Vegna þess að þetta ýtir þér áfram
- Vegna þess að þú ert fær um miklu meira en þú getur ímyndað þér
- Vegna þess að hreyfingin lætur líkamann líða vel
- Vegna þess að heilinn verður skarpari
- Vegna þess að það hjálpar til að halda maganum sléttum
- Vegna þess að þú sefur miklu betur
- Vegna þess að þú færð orku
- Vegna þess að þú vilt vera hraustur eftir því sem þú eldist
- Vegna þess að þú vilt verða unglegri
- Vegna þess að þú vilt fá “tónaða” upphandleggi
- Vegna þess að þú bætir jafnvægið
- Vegna þess að það brennir kvöldnartinu þínu kvöldinu áður
- Vegna þess þú bætir ónæmiskerfið
- Vegna þess að sviti er bara sexý
- Vegna þess að þú vilt lifa lengur
- Vegna þess að þú vilt vera betri í öðru sem þú gerir
- Vegna þess að þú vilt ná augnkontakti við annan
- Vegna þess að þeir sem æfa gengur yfirleitt betur í lífinu
- Vegna þess að þú borðar hollar ef þú æfir
- Vegna þess að þú verður betri í dag en í gær
- Vegna þess að þú vilt anda léttar
- Vegna þess að þú vilt sjá vigtina fara niður
- Vegna þess að þjálfun bætir kynlífið
- Vegna þess að þú ert þess virði
- Vegna þess að vera í góðu formi gerir lífið auðveldara
- Vegna þess að þú lofaðir þér það
- Vegna þess að þú átt skilið betra líf
- Vegna þess að það hjálpar þér að drekka meira vatn
- Vegna þess að þú vilt geta alvöru armbeygjur
- Vegna þess að þú minnkar sjúkrakostnaðinn þinn
- Vegna þess að þú fækkar veikindadögum
- Vegna þess að þú vilt góða framtíð
- Vegna þess að þér líkar betur við það sem þú sérð í spegli
- Vegna þess að það verður skemmtilegra að kaupa sér föt
- Vegna þess að þú vilt líta ótrúlega vel út
- Vegna þess að æfingin er svo skemmtileg
- Vegna þess að þú færð fallegri húð
- Vegna þess að þetta er góð leið til að hitta skemmtilegt fólk
- Vegna þess að það hjálpar þér að fara auðveldlega gegnum breytingaskeiðið
- Vegna þess að þú lækkar blóðþrýstinginn þinn
- Vegna þess að þú vilt frá útrás
- Vegna þess að þú vilt eiga auðvelt með að ferðast
- Vegna þess að þú bætir andann í þér
- Vegna þess að þetta er ódýr leið til að skemmta sér
- Vegna þess að þú færð tækifæri til að verðlauna sjálfa þig
- Vegna þess að nú er ástæða til að fara í nýju æfingafötin sem þú varst að kaupa þér
- Vegna þess að þú ert þreyttur á því að vera alltaf þreytt
- Vegna þess að sleppa æfingu kemur þér ekki langt áfram
- Vegna þess að það er svo auðvelt að fara á æfingu
- Vegna þess að þú varst búin að gera samning við þig um að mæta
- Vegna þess að þú ert þreyttur á því að byrja alltaf upp á nýtt
- Vegna þess að þú ert örugglega á leiðinni í brúðkaup, frí eða annað sem þú vilt vera í góðu formi.
- Vegna þess að þú gefst ekki upp
- Vegna þess að þú bætir kólesterólið þitt
- Vegna þess að þú eykur efnaskipti þín og brennir meira
- Vegna þess að þú spyrnir gegn vöðvarýrnun
- Vegna þess að ef þú getur þetta þá getur þú allt
- Vegna þess að líkami í góðu formi er hraustur líkami
- Vegna þess að sófinn drepur þig hægt og rólega
- Vegna þess að þú átt alltaf amk 10 mínútur fyrir þig
- Vegna þess að þú vilt vera sterkari en afsakanir þínar
- Vegna þess að sleppa æfingu er ekki að ganga fyrir þig
- Vegna þess að æfingin sem þú slepptir er æfingin sem þú sérð mest eftir
Drífðu þig!
Guðbjörg er iþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands. Hún hefur verið í líkamsræktarbransanum frá því árið 1989. Alltaf tilbúin að taka að sér krefjandi verkefni. Haldið ýmis þjálfaranámskeið fyrir þolfimikennara og einkaþjálfara auk þess að vera stundakennari við HR íþróttafræði. Undanfarin 19 ár hefur hún starfað með Agústu Johnson en nú hefur hún stofnað sitt eigið fyrirtæki, G fit heilsurækt og elskar að taka þátt í vellíðan fólks og upplifa árangur í líkamsrækt. Guðbjörg á skilningsríkan eiginmann og þrjú yndisleg börn.