Þótt ótrúlegt megi virðast eru til matvæli sem hreinlega hjálpa þér að grennast. Það sem betra er… þetta er allt alveg meiriháttar gott.
Komdu öllu þessu í vikumatseðilinn hjá þér og hreyfðu þig með. Þú finnur árangurinn.
1. Greip
Fyrir nokkrum árum var önnur hver íslensk kona að borða greip í flest mál. Tilfellið er nefninlega að greipaldin hraðar á efnaskiptunum og brennir helling af hitaeiningum. Maður finnur fljótt fyrir seddutilfinningu eftir að hafa borðað greip og þar fyrir utan er ávöxturinn mjög trefjaríkur og jafnar þannig blóðsykurinn. Bættu greip út í ávaxtasalat, smootie eða keyptu þér bara greipdjús og drekktu glas daglega með morgunmatnum.
2. Sellerí
Ég heyrði einu sinni sögusagnir um konu sem endaði eigið líf með því að borða bara sellerí. Líkaminn notar nefninlega svo mikla orku við að brenna sellerí að efnaskiptin keyrast í gang og fara á yfirsnúning en á sama tíma færðu ekki mikla næringu úr þessu grænmeti. Þannig leiðir að það gæti enginn lifað á því einu og sér. En bættu því endilega við matinn þinn ef þú vilt hraða á efnaskiptum. Flott út í smootie á morgnanna, í súpur og stundum salöt.
3. Heilkornafæða
Borðaðu alltaf heilkornabrauð og grófmeti en hafnaðu hvítu hveiti og þessháttar í mataræði þínu ef þú vilt hafa góða heilsu og sleppa við að hafa hveitimagann standandi út í loftið. Reglubundin neysla á grófkorna mat lækkar líkur á t.d. hjartasjúkdómum og fleiri kvillum. Það jafnar líka blóðsykur og þú helst södd/saddur mikið lengur. Að auki eru grófu kornin rík af b-vítamínum, steiefnum og kolvetnum en hafa lágt fitumagn.
4. Grænt te
Ef þú ert ekki nú þegar búin að uppgötva þennan eðaldrykk þá skaltu drífa þig út í búð í dag og kaupa þér eitthvað gott, grænt te og muna svo að drekka það yfir daginn. Það er mjög ríkt af andoxunarefnum, hraðar efnaskiptum og hjálpar okkur að léttast. Þú getur fengið ýmsar gerðir af bragðbættu grænu te og best er að láta vatnið ekki vera á fullri suðu þegar þú hellir upp á heldur rétt við suðumark. Lestu HÉR meira um grænt te.
5. Omega 3
Það hefur verið sýnt fram á að Omega 3 fitusýrur eru einstaklega mikilvægar góðri heilsu og þú ættir því að reyna að hafa þetta fastan lið í þínu mataræði. Þær koma jafnvægi á efnaskiptin og hafa bein áhrif á starfsemi leptíðs, en það er hormón sem hefur áhrif á það hversu hratt við brennum fitu. Þú færð Omega 3 í lýsi, laxi, túnfisk, síld eða sérlegum fæðubótarefnum.
6. Kaffi
Jibbí! Já, kaffi er vatnslosandi og örvandi (eins og við vissum það ekki). Um leið og maður hefur fengið sér kaffibollann hraðast hjartslátturinn, blóðið tekur upp meira súrefni og fleiri kalóríur byrja að brenna. Því miður eru margir sem skemma áhrifin með því að bæta allskonar sýrópi, rjóma og sykri út í kaffið. Þú léttist auðvitað ekkert á því. Prófaðu að setja kanil í staðinn, stevíu og möndlumjólk eða annað sem hefur góð áhrif á heilsuna.
7. Avocado/lárpera
Avocado er alveg himneskur ávöxtur og hefur þrefalda virkni þegar kemur að fitubrennslu. Það inniheldur einómettaða fitu sem hraðar efnaskiptum og verndar frumurnar í líkamanum okkar fyrir niðurbroti. Það eru jafnframt ótal fleiri heilsukostir við lárperuna; Hún lækkar kólestról í blóði, minnkar líkur á hjartasjúkdómum og slagi, græðir sár og er frábært fyrir augun og hárið.
Fáðu þér hálfa lárperu með tómötum og sjávarsalti í morgunmat, skerðu lárperu í salat með ferskum grænum baunum og spíanti eða gerðu smootie með kanil, lárperu og kókosmjólk! Brjáluð brennsla!
8. Sterk krydd
Sterkur matur og sterk krydd eins og cayenne pipar hefur góð áhrif á efnaskiptin. Prófaðu að bæta cayenne út í te, ommilettu eða pottréttinn, – gættu bara að magninu.
9. Chia fræ
Þessi litlu fræ eru algjör snilld enda innihalda þau allt sem við þurfum – PRÓTEIN – TREFJAR og OMEGA 3. Þau hraða efnaskiptum, minnka matarlist og kveikja á glucagon sem aðal fitubrennsluhormón líkamans. Leggðu chiafræ í vatn, mjólk, möndlumjólk, rísmjólk eða annað í korter að lágmarki og þau belgjast út. Bættu þeim í smoothie, pönnukökur, salat, jógúrt eða hafragraut og borðaðu nokkrum sinnum í viku.
10. Brasilískar hnetur
Þetta er eitt af því ljúffengasta sem hægt er að borða til að brenna hitaeiningum. Þær hraða efnaskiptunum með því að hafa áhrif á hormónastarfsemina – hafa jákvæð áhrif á starfsemi skjaldkirtils og hraða framleiðslu T3 (virka hormónið sem skjaldkirtillinn framleiðir). Búðu til hnetumjólk úr brasilískum hnetum, borðaðu þær beint eða dreifðu yfir ávaxtasalat.
Ef þú hefur þetta í huga við matarinnkaupin og reynir að koma matvælum sem hafa svona jákvæð áhrif á heilsuna í þitt daglega mataræði þá muntu fljótt byrja að sjá jákvæðar breytingar á heilsunni.
Farðu í ræktina, út að hlaupa, í fjallgöngur, dans eða jóga… hvað sem virkar fyrir þig, – og þú sérð og finnur hvernig þér fer að líða betur bæði andlega og líkamlega. Svo ekki sé minnst á buxnastrenginn. Endilega deildu færslunni áfram á áhugasama/r! Sharing is caring 🙂
[heimild]
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.