Hvernig skilgreinir þú hamingjusamt líf? – Ertu að lifa því? Hugsaðu þig vel um, vegna þess að þín skilgreining á hamingjunni mun hafa áhrif á allar aðrar mikilvægar ákvarðanir lífs þíns.
Til dæmis ef þú heldur að hamingjan sé eitthvað sem þú sækir hið ytra. Þá gerir þú hamingjuna að leit. Hún verður einskonar fengur, eða verðlaun sem þú verður að vinna þér inn fyrir.
En ef þú gerir þér grein fyrir að hamingjan býr innra með þér, verður hamingjan áttaviti, kennari og gerir þér kleift að lifa bestu útgáfunni af þínu lífi.
1. Samþykktu þig
Ef þú sættist ekki við sjálfa þig og samþykkir, þá takmarkar þú eða hindrar hversu mikla hamingju, frjósemi, ást, kærleika og árangur þú munt uppskera. Ef þú samþykkir sjálfa þig þá leysir þú úr læðingi hamingjuna sem býr innra með þér og um leið ferðu að upplifa sterkari hamingju í kringum þig.
2. Fylgdu gleði þinni
Það er mikill munur á því að leita að hamingjunni eða að fylgja gleði sinni. Að fylgja gleði sinni er að fylgja löngunum og ástríðum hjartans, að taka eftir hver þinn sanni innblástur er og þekkja tilgang sálar þinnar: Hvað gerir mig glaða? – Hvað lætur mig “búbbla?”
3. Veldu hamingju
Taktu ákvörðun um hversu góður dagurinn muni verða, hversu gott árið verður, hversu gott líf þitt verður. Ertu ánægð/ur með ákvörðunina? Settu fram jákvæða áætlun á þessari stundu, leyfðu deginum að verða enn ánægjulegri en þú hélst að hann yrði.
4. Frelsaðu hamingjuna
Margar hamingjustundir fara framhjá okkur vegna þess að þær kosta ekkert. Ef þú heldur að peningarnir muni kaupa hamingjuna áttu efir að kaupa ansi margar hluti og vörur án þess að verða nokkurntíma fyllilega ánægð. Ef þú vilt njóta ókeypis hamingju, gerðu þá lista yfir allt í lífinu þínu sem kostar ekki peninga og er reyndar ekki hægt að meta til fjár – til dæmis hlátur, vinátta, hugleiðsla, loftið sem við öndum að okkur, velvild, sólarlagið og stjörnuskin næturinnar.
Hvernig er hægt að setja verðmiða á sólarlagið?
5. Elskaðu
Vertu sú elskulegasta manneskja sem þú getur verið. Fólk sem gefur sinn besta tíma, orku og athygli í mikilvægustu sambönd sín upplifir meiri hamingju en þau sem gera það ekki. Hættu að vera svona upptekin og hugsaðu um hverjum þú ættir að verja meiri tíma með, virða betur, skemmta þér með og hafa gaman saman.
6. Fyrirgefðu NÚNA
Til að vera hamingjusöm þurfum við stundum að losa okkur við óskina um betri fortíð. Að lifa hamingjusöm til æviloka byrjar á fyrirgefningunni. Þú getur ekki haldið í ergelsið og gremjuna og fundið hamingjuna á sama tíma. Fyrirgefningin er gjöf sem þú gefur þér, því hún frelsar þig!
7. Settu þakklæti þitt í orð
Segðu upphátt frá þremur hlutum sem þú ert þakklát/ur fyrir. Gerðu það NÚNA, áður en þú heldur áfram að lesa.
Stundum er talað um þakklætið sem stystu leiðina eða “shortcut” að hamingjunni. Því meira þakklæti sem við finnum þess meiri hamingju upplifum við.
8. Varastu píslarvætti
Píslarvottar trúa að þeir verði að fórna sjálfum sér og hamingju sinni til að njóta hins góða í lífinu. Þegar þú ert orðinn sannur píslarvottur tapar þú og allir aðrir í kringum þig. Sýndu þér velvild og umburðarlyndi. Lífið verður alltaf betra þegar þú ert betri við sjálfa þig.
9. Vertu til staðar (be present)
Að lifa í “ekki núinu” er megin orsök þess að fólk er ekki hamingjusamt. Á ensku hefur orðið ”present” þrjár meiningar: “hér”, “nú” og “gjöf”. Þess meira sem þú ert viðstödd/staddur á hverri stundu, þess meiri hamingju upplifir þú.
10. Hamingjan er þar sem ÞÚ ert
Þú þarft ekki að leita hennar annarsstaðar…
Grein eftir Robert Holden – 10 leiðir að gleðilegra lífi, í lauslegri þýðingu Jóhönnu Magnúsdóttur.
Lausnin eru sjálfsræktarsamtök, stofnuð í upphafi árs 2009. Samtökin sérhæfa sig í meðvirkni og fíkni-tengdum þáttum. Hér er um að ræða samtök sem einsetja sér að veita framúrskarandi aðstoð fyrir þá sem ekki eru frjálsir í eigin lífi vegna ótta, kvíða, takmarkaðs tilfinninga læsis eða lágs sjálfsmats. Frelsi lífinu og í samskiptum við aðra er grunnstoð hamingjunnar og teljum við frelsis þörf okkar eitt mikilvægasta og stekasta afl lífsins. Ef við erum ekki frjáls í samskiptum, hjónabandi, vinnu, með fjölskyldu eða kunningjum þá höfum við ekki getuna til njóta allra þeirra fegurðar sem lífið og tilveran hefur upp á að bjóða. Lífið er þess virði að lifa því, ef þú sérð það ekki eða upplifir það ekki þá gætir þú átt við meðvirkni að stríða.