Stundum eru helgarnar erfiðar til að standast freistingar og stundum eru skammtarnir stærri en við vildum hafa. Svo kemur kósýkvöldið og þetta er bara farið. Við skulum samt ekki gleyma því að njóta þess að borða góðan mat og hafa það kósý með krökkunum okkar. Besta ráðið er síðan að taka næstu daga vel undirbúna í að halda í við sig.
Það er girnilegt að drekka heilsudrykkinn sinn úr fallegu glasi, skera flott niður ávextina, skreyta hafragrautinn með kókosflögum o.fl. og þannig njótum við matarins miklu betur og ef við viljum endilega súkkulaði þá kaupum við frekar flott súkkulaði úr heilsuhillunni, chilli dökkt súkkulaði, trönuberja dökkt súkkulaði og við njótum hvers bita miklu betur. Millimálið skiptir miklu máli og stundum vantar okkur hugmyndaflug hvað við ættum nú að fá okkur.
Hæfilegt hitaeiningamagn fyrir millimál er ca 150-250 he. Það er gott fyrir okkur að borða á sirka þriggja tíma fresti til að halda líkamanum við efnið.
Óreglulegur tími á milli máltíða boðar ekki gott en hér eru 10 tillögur að góðu millimáli:
- Epli með tveimur msk af lífrænu hnetusmjöri
- Gulrætur með hummus
- Poppkex með lífrænu hnetusmjöri
- Hrökkrauð með kotasælu gúrku/papriku
- Túnfiskur í vatni blandaður með 1/2 dós af kotasælu og rauðlaukur ef vill eða ananas
- 30 gr af haframjöli í skál og hella hámarki yfir
- Lúkufylli af hnetum og möndlum án salts og olíu
- 1/2 dós af vanilluskyri og 1/2 dós af kotasælu blandað saman og strá möndluflögum yfir
- Flatkaka með hummus á milli eða kotasælu
- Sjóða góðan hafragraut og ef við erum að flýta okkur þá í örbylgjuofn, 1 dl og 2 1/2 dl vatn, setja 1 msk af hnetusmjöri saman við.
Það er gott að breyta til og finna líka hverju okkur líður vel af. Svo mæli ég með að prófa Actigreen Te í heitt vatn, kæla með klökum og fylla með sódavatni, dass af stírónusafa. Hressandi að fá sér seinnipartinn!
Guðbjörg er iþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands. Hún hefur verið í líkamsræktarbransanum frá því árið 1989. Alltaf tilbúin að taka að sér krefjandi verkefni. Haldið ýmis þjálfaranámskeið fyrir þolfimikennara og einkaþjálfara auk þess að vera stundakennari við HR íþróttafræði. Undanfarin 19 ár hefur hún starfað með Agústu Johnson en nú hefur hún stofnað sitt eigið fyrirtæki, G fit heilsurækt og elskar að taka þátt í vellíðan fólks og upplifa árangur í líkamsrækt. Guðbjörg á skilningsríkan eiginmann og þrjú yndisleg börn.