Millimálið skiptir miklu máli og stundum vantar okkur hugmyndaflug hvað við ættum nú að fá okkur. Hér eru 10 hugmyndir að góðu millimáli.
Hæfilegt hitaeiningamagn fyrir millimál er ca 150-250 hitaeiningar. Það er gott fyrir okkur að borða á sirka þriggja tíma fresti til að halda líkamanum við efnið. Óreglulegur tími á milli máltíða boðar ekki gott. Hér eru hugmyndir að millibita sem ætti að vera næringarríkur, gefa þér svolitla orku og innihalda ekki of margar hitaeiningar.
1. Epli með 2 msk af lífrænu hnetusmjöri.
2. Gulrætur með hummus.
3. Poppkex/Hrískaka með lífrænu hnetusmjöri.
4. Hrökkrauð með kotasælu gúrku/papriku.
5. Túnfiskur í vatni blandaður með 1/2 dós af kotasælu og rauðlaukur ef vill eða ananas.
6. 30 gr af haframjöli í skál og hella Hámarki yfir.
7. Lúkufylli af hnetum og möndlum án salts og olíu.
8. 1/2 dós af vanilluskyri og 1/2 dós af kotasælu blandað saman og strá möndluflögum yfir.
9. Flatkaka með hummus á milli eða kotasælu.
10. Sjóða góðan hafragraut og ef við erum að flýta okkur þá í örbylgjuofn, 1 dl og 2 1/2 dl vatn, setja 1 msk af hnetusmjöri saman við.
Guðbjörg er iþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands. Hún hefur verið í líkamsræktarbransanum frá því árið 1989. Alltaf tilbúin að taka að sér krefjandi verkefni. Haldið ýmis þjálfaranámskeið fyrir þolfimikennara og einkaþjálfara auk þess að vera stundakennari við HR íþróttafræði. Undanfarin 19 ár hefur hún starfað með Agústu Johnson en nú hefur hún stofnað sitt eigið fyrirtæki, G fit heilsurækt og elskar að taka þátt í vellíðan fólks og upplifa árangur í líkamsrækt. Guðbjörg á skilningsríkan eiginmann og þrjú yndisleg börn.