Það er alltaf auðveldara að byrja á hollum háttum í byrjun árs en svo er það galdurinn að halda þeim áfram. Mikilvægt er að hafa þetta ekki of flókið. Einföldum hlutum er auðveldara að halda áfram.
Hér eru 10 boðorð sem við fengum hjá Guðbjörgu Finnsdóttur íþróttakennara.
1. Vatn!
Drekktu vatn. Fáðu þér vatnsglas um leið og þú vaknar, áður en þú borðar sama hvort það er millimál eða aðalmál.
2. Hreyfing
Hreyfðu þig reglulega, ef þú ert byrjandi þá er gott að setja sér fastan tíma 3 x í viku. Síðan finnum við þörfina til að vilja meira. Settu þessa tíma í forgang því mikilvægt er að líkaminn nái að venjast nýjum venjum vel.
3. Morgunmatur
Hafragrautur á morgnana er ávallt gott val. 1 dl Tröllahafrar í pott og 3 dl af vatni soðið og hellt yfir 1 msk hveitiklíð, 1 tsk kanill og ber. Getur ekki klikkað.
4. Spínat
Spínatbomban kemur brennslunni í gang, þú færð tvöfalda orku og finnur hollustan beint í æð. 2 lúkur spínat, 3 cm engifer, 1 pera, ½ glas af goji berja safa og ½ glas vatn, klaki og blandarinn.
5. Engifer
Sjóða brytjað engifer og sítrónu í vatni. Bæta teskeið af hunangi út í og þetta getur verið allra meina bót.
6. Toppárangur
Hollur matur, hreyfing og hvíld þarf að haldast í hendur til að ná toppárangri.
7. Svefn
Svefnin er lykilatriði til að líkaminn nái að vinna úr öllum dásemdunum og gerir okkur falleg og orkumikil fyrir daginn.
8. Jákvæðni
Jákvætt hugarfar gerir allt auðveldara og árangursríkara. Það á við um lífið sjálft og heilsuna að sjálfsögðu líka.
9. Þakklæti
Ræktaðu andlegu hliðina og hugsaðu hvað líkaminn er stórkostlegt fyrirbæri og þakkaðu fyrir að hann geti hreyft sig. Þakkaðu fyrir heilsuna.
10. Út fyrir þægindarammann
Stefndu hærra, náðu lengra, afrekaðu meira – vegna þess að þú getur það!
Gangi þér sem allra best!
Kveðja,
Guðbjörg
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.