Svefn hefur verið stórkostlega vanmetin í vestrænu samfélagi hin síðustu ár.
Svo undarlegt sem það má virðast er meira að segja til fólk sem telur það nokkuð göfugt að sofa ekki fulla 7-8 tíma á nóttu.
Það þýðir í hugum þeirra að þú ert “harður og vinnusamur nagli” sem lætur ekkert aftra sér í að ná árangri í vinnu. Ekki einu sinni svefnleysi.
Stressaðir og óhamingjusamir harðnaglar
Þetta er að mínu mati stórkostlegur misskilningur enda eru margir þessara “hörðu nagla” útúr stressaðir og óhamingjusamir þegar betur er að gáð. Pjattaðar konur þekkja það líka flestar hvaða toll svefnleysið tekur af útlitinu því ekkert krem eða fegrunarlyf getur komið í staðinn fyrir að vera úthvíld.
Það er göfugt markmið fyrir að stefna að því að fara í rúmið milli kl 22-23 og vakna snemma, úthvíld og fersk eftir 7-8 klukkustunda svefn en það er meðal svenfþörf fullorðinna einstaklinga.
Hér eru 10 góðar ástæður þess að vanda svefnvenjurnar
- Góður svefn hjálpar hjartanu að slá rétt
- Góður svefn getur verið vörn gegn krabbameini og öðrum sjúkdómum
- Góður svefn minnkar streitu og tilfinningalegt álag
- Góður svefn er vörn fyrir ónæmiskerfið
- Góður svefn færir þér lífið vakandi
- Góður svefn frískar upp á minnið og skerpir athyglisgáfuna
- Góður svefn hjálpar hormónabúskap líkamans og kemur í veg fyrir þyngdaraukningu
- Góður svefn frískar upp á útlitið og fegrar þig
- Góður svefn minnkar líkur á þunglyndi og depurð
- Góður svefn endurnýjar líkamann og árangurinn kemur fram í orku og úthaldi
Sitt lítið af hverju stuðlar að bættum nætursvefni en meðal annars er gott að tryggja að ekkert veki þig yfir nóttina, til dæmis síminn eða annað sem framkallar óvænt hljóð; Forðastu að taka svefnlyf að staðaldri en reyndu heldur að búa til nýjar venjur og rútínu fyrir háttinn. Ekki nota sjónvarp í svefnherberginu og gott er að láta tölvuna eiga sig að minnsta kosti klukkutíma áður en ætlunin er að sofna.
Þá er ágætt að fara í heitt bað fyrir svefninn og skynsamlegt er að forðast kaffi og sætindi að minnsta kosti fjórum klukkustundum fyrir háttatímann.
Góða nótt! 🙂
- Þungateppi og svefn
- Umhverfið í svefnherberginu skiptir máli
- Hversu mikinn svefn þarftu?
- Svefn og mataræði
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.