Jæja, þú ert mætt/ur í ræktina, pepp fyrir sumrinu, hætt/ur að kaupa bland í poka á laugardögum og búin að taka til í mataræðinu, eftir bestu vitund, en samt er eins og þessi aukakíló sem gera öll föt of þröng séu ekkert að fara. Þú skilur ekkert í þessu. Haaaa?
Hér er smá tékklisti fyrir þig. Athugaðu hvort þú tikkir í boxin og hvort þetta sé mögulega að að aftra þér frá því að ná markmiðunum þínum um að komast aftur rándýru gallabuxurnar.
1. Þú borðar OF MIKIÐ af heilsufæði
Hnetur, avókadó, dökkt súkkulaði, spelt og heilhveitipasta. Þetta eru allt góð matvæli sem gera heilsunni gott en gættu að því hvað þú borðar mikið af þessu því allt sem við borðum inniheldur hitaeiningar og líkaminn þinn þarf bara ákveðið mikið af þeim og ögn minna ef þú vilt losna við það sem situr á þér nú þegar.
Til dæmis eru ótal ástæður þess að við ættum að borða avókadó en athugaðu að það eru heilar 200 hitaeiningar í einu avókadó. Því skaldu endilega halda áfram að borða það, en gættu bara að magninu.
2. Þú borðar ekki morgunmat
Það má kannski telja sér trú um að með því að sleppa morgunmatnum sé maður að sleppa hitaeiningaskammti sem myndi annars setjast á maga, höku, rass og læri en rannsóknir hafa sýnt fram á að þau sem sleppa morgunmat eiga erfiðara með að léttast en aðrir.
Vertu viss um að fá þinn góða skammt af morgunmat daglega og sjáðu til þess að hann innihaldi bæði trefjar og prótein til að halda þér gangandi fram að hádegi. HÉR eru nokkrar hugmyndir að ljúffengum morgunmat.
3. Þú passar ekki upp á skammtastærðirnar
Það vita flest að til þess að borða heilsusamlega verðum við að gæta að því að borða hvorki of mikið né of lítið. Hafðu t.d. desilítramál og vigt á eldhúsborðinu meðan þú ert að reyna að átta þig á hvað þú þarft í raun mikinn mat. Fólk í O.A hefur gert þetta með frábærum árangri. Reyndu líka að æfa þig í að finna þessa seddu og fara svo eftir henni með því að leggja frá þér gaffalinn.
4. Þú borðar standandi
Það er ekki gott að borða standandi eða fyrir framan sjónvarp og eða lesandi. Með því erum við að stunda meðvitundarlaust át sem getur undið upp á sig. Reyndu að taka frá stutta stund til að borða og slaka á um leið með því að gera ekkert annað á meðan.
5. Þú sefur ekki nóg
Að búa til tíma fyrir líkamsræktina gæti kallað á minni svefn fyrir þig en það er mjög mikilvægt að fá nægan svefn ætli maður sér að sá töluna á vigtinni fara niður. Þú þarft auka orku til að vera hress í ræktinni og að sleppa því að fara í háttinn á réttum tíma getur haft áhrif á hungurtilfinninguna og ruglað hormónastarfsemi sem tengist fituframleiðslu líkamans. Ekki vaka yfir engu.
6. Þú borðar of mikið af léttum mat
Sumir leyfa sér að fylla innkaupakörfuna af mat með forskeytinu Light, Diet eða Létt þegar farið er í heilsuátak en þetta þarf ekki endilega að skila sér í góðum árangri. Þessi svokallaða létta fæða inniheldur oft aukaefni sem eiga að koma í staðinn fyrir sykur og fitu en skila sér í sömu niðurstöðu á líkamanum. Bæði á maður það til að borða OF mikið af þessum mat til og svo inniheldur þessháttar fæða oftast minni næringu en hefðbundna útgáfan.
7. Þú borðar ekki nóg af grænmeti
Ein af meginástæðum þess að ‘Danski kúrinn’ svokallaði virkar vel (alltaf þessir kúrar) var hversu mikið grænmeti fólkið sem er á honum borðar. Grænmeti er fullt af næringarefnum en flestar tegundir þess innihalda fáar hitaeiningar sem gera þér kleyft að borða mikið og fjölbreytt og verða líka södd (trefjarnar metta).
8. Þú heldur að það dugi að fara út með hundinn
Það er vissulega betra að ganga í korter en að ganga ekki neitt en ekki reikna með að léttast mikið við þetta. Þú þarft að gera eitthvað stórtækt í þínum hreyfingarmálum til að sjá árangur á líkamanum og þú þarft að hraða hjartslættinum í að lágmarki hálftíma á dag.
Hlaup, hjólreiðar, spinning, skíðavél, ganga í brekku og fleiri loftháðar æfingar munu skila þér miklum árangri. Ekki labbitúr með Lúdó litla.
9. Þú skerð ekki matinn og tyggur of hratt
Prófaðu að skera matinn þinn niður í litla bita áður en þú byrjar að borða hann. Svona eins og þú myndir gera fyrir barn. Rannsóknir hafa sýnt fram á að okkur finnst við hafa meira á disknum ef maturinn er sneiddur í bita og eins virðast litlir skammtar á disk virka stærri. Svo skaltu prófa að tyggja hægar.
10. Þú ert enn að drekka gos
Já halló. Kóladrykkir og gosdrykkir innihalda engin næringarefni og gera þér ekkert gott. Ekkert. Ef þú heldur áfram að drekka gos, jafnvel þó það sé ‘Diet’ skaltu ekki búast við góðum árangri í þyngdarstjórnun.
Rannsóknir hafa sýnt fram á að fólk sem drekkur tvo diet gosdrykki á dag er með 500% breiðara mittismál en fólk sem lætur þessa drykki alveg eiga sig. Pepsí Max er frá Satani komið.
Flest þetta fólk verður háð koffíninu sem er í kóla drykkjum en það er auðvelt að komast yfir þá fíkn ef fólk gefur sér tíma og er staðráðið í að breyta um lífsstíl.
Gangi þér vel og mundu eftir að kíkja á þennan lista af og til ef þér finnst þetta vera lengi að gerast hjá þér. Alltaf gott að minna sig á.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.