Þá er ég að sigla inn í fjórða föstu daginn minn og verð að segja að þetta gengur frábærlega vel.
Það er einstaklega þægilegt að finna hvernig meltingakerfið jafnar sig og ég er farin að hlakka til að kynna það aftur fyrir allskonar mat og fylgjast með með því hvernig það tekur á móti misjöfnum tegundum.
Flest könnumst við við að þola illa ákveðnar tegundir af mat. Ég er til dæmis ekki hrifin af skyri og brokkolí. Það fer illa í mig. Það sama má segja um of mikið kaffi, hveitibrauð, mjólk og sitthvað fleira. Auðvitað sleppur það í hófi en þetta verður að vera í mjög miklu hófi.
Skrítni langafi minn
Ég heyrði fyrst um föstu þegar pabbi minn sagði mér frá henni en hann fastaði alltaf árlega hér í denn. Seinna heyrði ég um föstur langafa míns sem var víst mjög “spes náungi”. Hann stundaði jóga af kappi, las fræði Krishnamurti og auðvitað fastaði hann og þótti skrítinn fyrir vikið. Það sérkennilega er að hann fastaði árið 1950, ég er að fasta árið 2011 og líklegast mæta mér svipuð viðbrögð frá fólki og hann þurfti að eiga við, ef hann sagði þá nokkrum ókunnugum frá þessu… Þetta virkar nefninlega merkilega ögrandi á suma.
Persónulega finn ég marga kosti við föstuna mína en ég hugsa að sá sem stendur mest upp úr sé þessi iðkun sjálfsagans. Rennisléttur kviðurinn er heldur ekki slæm líðan þegar maður kannast svo vel við þembuna og svo kann ég vel við þessa persónulegu ‘núllstillingu’. Reyndar fasta flestir snemma á haustin og/eða á vorin. Sumir fasta líka upp úr áramótum. Það markar þáttaskil að fasta.
Sumir fasta reyndar líka einn eða tvo daga í viku og drekka þá annaðhvort bara vatn eða safa. Þessi maður tók djúsföstuna föstum tökum og er hér á 25 degi í sinni föstu. Svalur…
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=DqQPFCIvfJ0[/youtube]
Síðasti föstu dagurinn verður svo á morgun en á miðvikudaginn mun ég byrja að fá mér eitthvað aftur að borða. Þá munu hugsanlega hrúgast hér inn uppskriftir frá undirritaðri?
Kær kveðja,Margrét
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.