Við sem erum óléttar getum alveg velt því fyrir okkur hvernig ofurmömmurnar Heidi Klum, Angelina Jolie ofl. koma sér í form á undraverða stuttum tíma -og eflaust þið hinar líka.
Hér matarkúrinn sem Heidi Klum fer á strax eftir fæðingu barna sinna:
Tek það fram að þar sem venjulegar konur þurfa ekki að koma sér í form á 6 vikum eftir fæðingu til að sýna á Victoria´s Secret undirfatasýningu þá er enginn asi í að byrja á þessum… en þetta er góður kúr fyrir allar konur sem eru þreyttar á aukakílóunum eftir barnsburð.
Hann heitir New York kúrinn og var samsettur af David Kirsch sem er lögfræðingur í New York. Meðal þeirra sem fara eftir þessum kúr eru Naomi Campell, Liv Tyler og Sarah Connor. Aðalatriðið í þessum er að borða ekki eftir kl 7 á kvöldin.
Fyrsta skref-vika 1-2
Fyrstu tvær vikurnar þarftu að forðast alla kolvetnainntöku, það þýðir enga ávexti, mjólkurvörur, brauð, pasta, kartöflur eða hrísgrjón, áfengi, sætindi eða feitmeti.
Og þú átt að borða fisk og grænmeti, magurt kjöt, grænt salat og próteindrykki. 5 máltíðir á dag á 3 tíma fresti. Þetta gulltryggir hratt þyngdartap.
Annað skref- vika 3-4
Á næstu tveim vikum má bæta við ávöxtum, fitusnauðum mjólkurvörum, grófu kornmeti og smá fitu. Þú heldur áfram að grennast en ekki eins hratt.
Þriðja skref- um ókominn tíma…
Til að halda kjörþyngdinni þarf þetta matarræði að verða partur af lífstílnum.
Annar mikilvægur þáttur samfara þessu mataræði er hreyfing. Þú þarft að æfa 60-90 mínútur á dag, brenna og gera styrktaræfingar. Hér má finna æfingarnar sem Heidi Klum gerði til að koma sér i form.
Mælt er með að gera æfingaplan í samráði við einkaþjálfara, sérstaklega ef þú ert að koma þér í form eftir barnsburð þvi þá er margt sem þarf að huga að varðandi breytingar á líkamanum við meðgöngu og fæðingu.
Einnig er mælt með að fara yfir matarkúrinn með næringarfræðingi til að vera viss um að bæði þú og barnið þitt (ef það er enn á brjósti) séuð að fá alla nauðsynlega næringu.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.