Vissir þú að meðalaldur þeirra frumkvöðla sem ná velgengni eru 45 ár? Frumkvöðull er einstaklingur sem skapar eitthvað nýtt eða öðruvísi. Hún kann að ‘lesa í leikinn’ og reikna út eða finna hreinlega á sér hvað mun ganga upp. Stundum eru frumkvöðlar þó of snemma á ferð og enginn ‘fattar’ hugmyndina. Kannski á það við um þig?
Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur ef þú ert frumkvöðull og hefur ekki náð þeim árangri sem þú óskar þér ennþá. Meðalaldur þeirra frumkvöðla sem ná árangri er 45 ára… þannig að sama hvað þú ert gömul – ekki gefast upp! Haltu áfram að koma hugmyndum þínum á framfæri, vertu sterk, dugleg og áræðin!
15 hlutir sem einkenna frumkvöðla
- Ástríða og hvatning
- Áhætta
- Sjálfstrú, sjálfsagi og vinnusemi
- Aðlögunarhæfni & sveigjanleiki
- Skilningur á sinni nýsköpun – og markaðnum
- Fjármálavit
- Skipulagningahæfni – en ofskipuleggja ekki
- Hafa hæfileika í tengslamyndun
- Hafa yfirsýn og eru með annað plan til vara
- Efast um sjálfar sig – en í hófi
- Sýna frumkvæði og fyrirhyggju
- Hafa góða heilsu
- Hafa hæfileika til að takast á við hið óvænta
- Hafa stjórnunar- og leiðtogahæfileika
- Eru tilbúnar í mistök
Skapgerð frumkvöðla: Það einkennir frumkvöðla ákveðið lundarfar. Dæmigerður frumkvöðull er yfirleitt vingjarnleg, lífsglöð, heiðarleg, forvitin, jákvæð, skapandi.
Tileinkaðu þér þessi einkenni og skapgerð frumkvöðla. Láttu draumana þína rætast!
Sylvía er einkaþjálfari, yin jóga kennari, heilsumarkþjálfi og eigandi Optimal Health sem er andleg og líkamleg þjálfun fyrir konur. Sylvía býr á Spáni ásamt syni sínum og Oreo kisunni þeirra.