Skótískan í ár er fjölbreytt og skemmtileg. Eins og annað sem er í tísku um þessar mundir einkennis skótískan einnig af þægindum svo engin þarf að vera með þreyttar fætur í vetur.
Þetta er í grófum dráttum það sem koma skal í vetur…
Strigaskór
Fyrst og fremst í skótískunni eru það strigaskórnir. Nike, New Balance, Superga, Converse, Adidas og öll hin klassísku merkin. Ó mikið ósköp sem ég vona að þessi tíska staldri við sem lengst!
Ballerínuskórnir
Það er mikið um ballerínuskó eða loafers um þessar mundir í öllum gerðum, litum og útgáfum. Kannski ekki hentugustu skórnir fyrir íslenskan vetur, en það má þó nota þá innandyra, á skrifstofunni eða í skólanum.
Mules
Ég á því miður enga íslenska þýðingu á þessari skótýpu. Þessi skótíska hefur verið að ryðja sér til rúms í sumar og virðist ætla að halda áfram í vetur.
Grófir sólar
Grófur sóli og þykkur hæll verður áberandi í spariskónum í vetur.
Ökklastígvél
Ökklaskórnir verða áfram vinsælir. Hælarnir hafa þó lækkað örlítið sem er ekkert nema jákvætt, eða hvað? Kannski ekki fyrir okkur lágvöxnu dömurnar.
Haustkaupin finnst mér lang skemmtilegustu kaupin, skókaupin þar engin undantekning!
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com