Tískan í haust er fáguð og kynþokkafull, flíkur úr leðri, ull og blúndu með áherslu á ávalar línur…
Corselette sem ýkja barminn og minnka mittið er must-have, samfellur og blúndunærföt eru undirstaða þess sem þú klæðist. Buxur eru háar í mittið og víðar og síðar, þetta snið lengir leggi og minnkar rassinn en það þarf að hafa mitti til að þær sitji fallega, skvap yfir streng er ekki ásættanlegt (en þar kemur einmitt corselett að góðum notum).
Eins koma A-sniðin pils sterkt inn, mynstruð í anda sjötta áratugarins, hælar lækka (loksins loksins segi ég) og ullar-cape, slár og stórar peysur með fallegum mynstrum, bæði klassískum og þjóðlegum (Marc Jacobs of D&G) og nýstárlegum eins og sést hjá Erdem.
Ef ég ætti að velja 10 hluti sem eru “nauðsynlegir” til að ná haust-tískunni þá væru það:
1. Camel-kápa (eins og Burberry)
2. Mittisháar víðar seventís-buxur
3. Leðurjakki, leðurkjóll eða leðurbuxur
4. Gegnsæ blúnduskyrta eða samfella til að girða innanundir buxur og pils
5. Corselette
6. Læraháir sokkar ( með eða án sokkabanda)
7. A-sniðið sixtís pils eða kjóll
8. Ullarponsjó eða cape
9. Síð, þykk og hlý prjónapeysa
10. Lærahá stígvél, -já þú last rétt, þau eru jafnvel enn heitari en þau voru í fyrra, fyrir þær sem vilja ekki taka “Pretty Woman lúkkið” á þau alla leið þá verða svona stígvél strax hversdagslegri ef þau eru í brúnum eða gráum tónum.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.