Mér sýnist á öllu að aðsniðnar kápur, prjónaðar töskur, háir hælar, uppsett hár í sixtís stíl, munstraðir kjólar, fallega prjónaðar peysur og smá dass af daðri og kossum verði aðalmálið næsta haust hjá Prada.
En það er kreppa og hér er ágætis sparnaðarráð í staðinn fyrir að versla sér eina Prada peysu fyrir slatta af seðlum -Þá er bara að rífa upp prjónaboxið, velja fallegt garn, hita sér kakó eða blanda sér uppáhalds drykkinn sinn, skella góðum lögum í spilarann og byrja að prjóna sér flotta peysu -eða fallega tösku, í Prada stíl fyrir verslunarmannahelgina nú eða bara haustið.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.