Haustið er ein af mínum uppáhalds árstíðum þegar kemur að fatnaði. Það er ekkert eins skemmtilegt og að að vinna í fataverslunum á haustin og taka upp nýjar haustvörur eftir sumarútsölurnar. Það kemur manni alltaf í gott skap, fallegar kápur, kósý peysur, töff treflar, leðurbuxur, gallabuxur, leðurstígvél mmm..
Og haust og vetrarlínan 2010 er ekki bara kósý heldur líka sexý!
Ég tók saman myndir af haust og vetrarlínunni 2010 frá hinum ýmsu þekktu hönnuðum i tískuheiminum í dag.
Sýnt var á tískupöllum í París, Mílano og London og það fer ekki á milli mála að loðfeldar og loðkragar, litir, tígrisdýramynstur, hermannakápur, leður-leður og meira leður er það sem er inni í vetur… greinilega engar reglur í tískunni -allt er leyfilegt.
Smelltu til að stækka og á litlu pílurnar uppi í hægra horninu til að stækka meira. Ýttu svo á esc takkann til að fara út úr albúminu.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.