Blátt er haustliturinn 2010 í París. Fagurblár og djúpur litur sem er að finna í nær öllum búðargluggum stórborgarinnar.
Ég sé bláan lit í töskum og þær eru hafðar vel stórar. Blár er líka áberandi í skóm, sem einskonar punkturinn yfir i-ið.
Hjá Zöru í París var úrval af hælaskóm í djúpbláum lit!
Það er mjög flott að klæðast öllu svörtu og hafa svo fallega bláa tösku í stíl, eða skó sem poppa upp heildarmyndina.
Ég hef ekki tekið eins mikið eftir bláa litnum hér heima en í París er þetta mál málanna. Því miður er eins og allir falli í fjöldann á Íslandi og þori ekki í liti. Miðað við hvað blái liturinn er vinsæll í París, vona ég þó svo sannarlega að hann haldi innreið sína hingað.
Það er líka svo gaman að klæðast litum -það kemur manni í gott skap einhvern veginn.
Guðrún Gunnarsdóttir er menntuð í viðskiptafræði en hefur lengst af starfað í tískubransanum. Nú rekur hún heildsölu ásamt eiginmanni sínum. Hún er sérlegur unnandi Parísarborgar en þangað fer hún nokkrum sinnum á hverju ári. Guðrún er hrútur, fædd 1976.