Þriðju vikuna í júní ár hvert fara konunglegu Ascot veðreiðarnar fram í Berkshire á Englandi og standa í fimm daga.
Kóngafólkið mætir auðvitað og það gerir veðreiðarnar að einum eftirsóttasta félagslega viðburði ársins hjá bretum. Menn og konur mæta í sínu fínasta pússi til að sýna sig og sjá aðra í þá fimm daga sem veðreiðarnar standa yfir en þeim lauk nú á laugardag.
Óhætt er að segja að þar séu það ekki aðeins hestar og knapar sem keppa í hver kemst hraðast heldur keppa konurnar líka í höttum. Hattarnir eru af ýmsum stærðum og gerðum, sumir fyndnir og “outrageous” en aðrir smekklegir, fallegir og klæðilegir.
Kíktu á myndirnar:
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.