Hið heimsþekkta hátískumerki Gucci sýndi á dögunum haust/vetrarlínu sína fyrir 2014/15
Gucci var stofnað í Flórens, Ítalíu árið 1921 og hefur alltaf skarað framúr varðandi glæsileika, gæða og tímalausa hönnun. Haust og vetrarlínan fyrir komandi misseri er algjörlega glæsileg eins og aðrar línur frá þeim hafa verið. Áberandi þetta árið eru leðurkjólar ásamt loðfeldum og pelsum og svo dýramynstur bæði á kápum sem og skóm.
En kíkjum á nokkrar myndir…
Þessi leðurkjóll…ó þessi leðurkjóll! Svaðalegur alveg, þvílík fegurð.
Dýramynstur eru áberandi í línunni, bæði í yfirhöfnum og skóm
Þessir pelsar eru bara guðdómlega fallegir! Langar í þá alla, einn í hverjum lit, minna má það nú ekki vera.
Held það sé óhætt að segja það að hver einasta flík í þessari línu sé hrópandi snilld, fegurð fyrir allan peningin. Já takk alla leið! Eða eins og Ítalirnir segja það Bravo Bravo Gucci!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.