Háskóladagurinn 1. mars – Menntun er máttugt tól

Háskóladagurinn 1. mars – Menntun er máttugt tól

haskoladagur

Að hefja háskólanám er stór ákvörðun fyrir flesta. Margir þurfa að minnka við sig og jafnvel hætt í vinnu, endurskipuleggja heimilislífið og raunar breyta um lífstíl.

Ef maður rekur heimili og fjölskuldu hækkar flækjustigið þar að auki talsvert. En af hverju ættiru þá að ráðast í meiri menntun? Er þetta ekki bæði dýrt, tímafrekt og erfitt?

Einfalda svarið við þessari spurningu er að menntun er máttur.

Fyrir utan þá augljósu kosti við það að auka við sig í menntun er mikilvægt að benda á aukin menntun gerir gríðarlega mikið fyrir sjálfið, að storka sjálfum sér og takast á við krefjandi aðstæður skilar sér svo margfalt meira en ein gráða á blaði.

Sjálf lýk ég núna mínu fyrsta háskólanámi í sumar. Ég hóf námið eftir að hafa verið á vinnumarkaðinum í nokkur ár og var umbreytingin ekki hnökralaus. Byrjunin var sérstaklega erfið, mér fannst ég bæði vitlaus og ómöguleg: Hvernig datt mér í hug að skrá mig í viðskiptafræði? Ég féll í stærðfræði í samræmduprófunum, ég kunni ekki margföldunartöfluna og átti í mestu erfiðleikum með að gefa fólki rétt tilbaka þegar ég vann á kassa. Hvað var ég að ætla í háskólanám?

Skóla-ég

Jú, það var akkúrat útaf þessum hugsunum sem ég streitist á móti og hélt áfram að berjast. Ég fæ ekki bestu einkunnirnar, stundum þarf ég að læra lengur en aðrir en nú fæ ég bráðlega gráðu í hendurnar – plagg upp á að ég sé jú viðskiptafræðingur en það þýðir svo miklu meira en það – gráðan segir að ég tókst á við stóran ótta sem er stærðfræðin og ég sigraðist á honum.

Nám getur líka tekið á sig svo margar myndir, að hefja háskólanám þarf ekki að þýða að þú sitjir með sveittann skallann yfir bókum í mörg ár og kastar öðru hverju vasareikninum út um gluggann (það hefur þó gerst, enginn skömm í að bugast einstöku sinnum).

Hér á Íslandi eru til dæmis tæplega 500 mismunandi námsleiðir, það þýðir að þú getur menntað þig á fimmhundruð mismunandi vegu. Möguleikarnir eftir nám eru síðan óendanlegir.

háskoladagurinn

Háskóladagurinn verður haldinn 1. mars næstkomandi og verður þá hægt að kynna sér alla þá frábæru menntunarmöguleika sem háskólar landsins bjóða upp á. Háskóladagurinn er samstarfsverkefni allra háskólanna sjö og verður heilmargt í boði, bæði verða kynningar haldnar í háskólum höfuðborgarsvæðisins og samtímis munu háskólar landsbyggðarinnar kynna sínar námsleiðir víðs vegar um landið. Í boði verða ótal viðburðir, kynningar og uppákomur sem sýna vísindin í litríku og lifandi ljósi. Fríar rútuferðir á milli HÍ, HR og LHÍ (Þverholti).

Háskóladagurinn stendur yfir frá  klukkan 12:00-16:00  geta allir þeir sem eru áhugasamir um háskólanám kynnt sér möguleikana sem eru í boði. Nánari upplýsingar um Háskóladaginn má finna hér.

Það hefur aldrei neinn séð eftir því að mennta sig og ég hvet alla til að koma og kynna sér allt það spennandi háskólanám sem í boði er – aldrei að vita nema þú endir með gráðu.

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest