Góðar hárvörur gera fallegt hár, þetta lærði ég þegar ég hætti að kaupa ódýrt sjampó í Bónus.
Eftir að hafa verið með litað hár í 15 ár hef ég þurft að fara vel með hárið mitt til þess að það skemmist ekki. Ég hef litað það svart, svo aflitað það alveg nokkrum sinnum, fjólublátt, bleikt, rautt, í rauninni alla liti næstum því!
Þrátt fyrir alla þessa meðferð á hárinu hef ég aldrei verið með of slitið eða þurrt hár því ég hef alltaf passað svo vel uppá það enda með hálfgert blæti fyrir góðum hárvörum haha 🙂
Um daginn þegar ég fékk í hendurnar sjampó og hárnæringu frá Eleven Australia varð ég ekkert smá sátt!
Mig hafði lengi langað að prufa þar sem þessar vörur gripu alltaf augað á hárgreiðslustofunni sem ég fer á og ég hafði heyrt gott af þeim.
Það fyrsta sem ég tók eftir var að þær eru svo auðþekkjanlegar, minimalískar umbúðir einfalda lífið eflaust töluvert fyrir atvinnu hárgreiðslufólk þar sem það er mjög augljóst hver virkni, eða tilgangur, hverrar vöru er.
Brúsinn er einfaldlega merktur BODY – VOLUME, HYDRATE – MOISTURE, SMOOTH – ANTI-FRIZZ, auk þess eru þeir lita merktir líka eftir tilgangi svo auðvelt er að bara grípa í næsta brúsa eða vita nákvæmlega að hverju maður gengur þegar á að þrífa hár eftir litun 🙂
Það sem gerir þessar vörur svona frábærar eru eflaust þessi frábæru virku innihaldsefni sem má finna í ýmsum vörum frá Eleven:
- Avocado olía
- Lífræn agúrka
- Papaya extract
- ÁströlskMacadamia hnetu olía
- Silki amínó sýrur
- Kókos olía
- Shea Butter
- Lífræn Argan olía
Ásamt þessu er ekkert paraben í neinum vörum, umbúðir eru endurvinnanlegar og ekki prufað á dýrum, hversu frábært?! 🙂
Eftir að hafa verið að nota núna I WANT BODY sjampóið og HYDRATE MY HAIR næringuna í rúmlega viku held ég að ég sé húkkt.
Þetta gerir hárið svo æðislega mjúkt, glansandi og lyktin er alveg rosalega góð!
Einnig fékk ég nokkrar prufur af Miracle Hair treatment og það er í alvöru töfra hár meðferð!
Þú færð vörur frá Eleven Australia á völdum hárgreiðslustofum í borginni og á landsbyggðinni en listann er hægt að finna hérna.
Hárperrinn ég gef Eleven Australia 5/5 mögulegum! [usr 5]
Krabbastelpan Eva Rós er fædd árið 1989, á tvö börn og góðan mann. Eva er mikill áhugamaður um hverskyns gamanmál en einnig uppeldi, ferðalög, heilsu, líkamsrækt, vín, matreiðslu, veisluhöld, kokteilagerð og góða þjónustu. Mottó Evu í lífinu er einfalt: Hver er sinnar gæfu smiður