Nú fer að líða að hausti og áður en við vitum eru komin jól. Klippingarnar í haust og vetur eru töff, nútímalegar og einhvað sem tekið verður eftir.
Bob klippingin vinsæla heldur sínu striki, beinar línur fyrir ofan eða rétt fyrir neðan axlir, styttur fyrir smá lyftingu og hægt er að gera þetta enn meira töff með “undercut” – hentar þeim sem vilja frekar plain en samt flotta klippingu og einnig ef þú vilt breyta til en ekki fara of stutt.
Ef þú ert að leita að klippingu fyrir stutt hár þá erum við að tala um „the pixie cut“ – síðan topp og stutt að aftan eða villt stráka stutt hár !
Síðhærðu skvísurnar eru alltaf klassískar en nú er áberandi að hafa hárið sléttara eða með mjúka liði, sniðugt að nota keilujárnið fræga og greiða úr hárinu með því.
Toppar koma alltaf meira inn á veturnar og núna eru indý toppar málið, þungir – klippt soldið inní, ekki of léttir.
Litirnir verða soldið bara einn litur i haust og vetur , heillitað hár og eru ljóskurnar soldið að fara i ljósljós karamellutóna í staðinn fyrir hvítt eða gráan tón. Náttúrulegur rauður litur kemur mikið inn og mjúkur súkkulaðitónn verður áberandi líka. Ombre er soldið að deyja út en er samt ennþá í gangi í vetur þótt annað verði meira áberandi.
- Greiðslur sem við eigum eftir að sjá á næstu mánuðum:
- 60‘s tískan – hátt eða lágt tagl, með túberingu í hnakka
- Snúið í hliðum og sett saman við hnakka
- Mjúkir liðir – keilujárnið og greitt úr því
- Hárbönd og slæður settar í hárið og túberað í hnakkann
- 60‘s toppar og greiðslur, töff klippingar og skemmtilegir litir !!
xox – Katrín ( fylgstu líka með mér á Facebook )
Katrín/Kata er hárstnyrtir og eigandi stofunnar Sprey í Mosfellsbæ. Hún hefur unnið með fjölda ljósmyndara, komið fram í Vouge.com og séð um hár fyrir ýmis verkefni, tímarit og unnið til verðlauna hérlendis og erlendis! Kata er fagmanneskja fram i fingurgóma og alltaf tilbúin i spennandi verkefni – Nánari upplýsingar hjá Sprey 5176677 eða á katasprey@gmail.com