Heilbrigt, glansandi, slétt “Jennifer Aniston” hár. Hver vill það ekki?
Trevor Sorbie getur reddað því. Trevor Sorbie er breskt fyrirtæki, stofnað árið 1979 af hárgreiðslumeisturunum Trevor Sorbie og Grant Peet. Lífsspeki Trevor Sorbie byggir á því að hjálpa fólki að líða vel og líta vel út, með því að bjóða vörur sem fara fram úr væntingum og eru peninganna virði.
Trevor Sorbie skiptist í þrjár vörulínur, Beautiful hair, Longer Hair og MG Trevor Sorbie.
Beautiful hair samanstendur af sex undirlínum sem allar eru sérstaklega hannaðar með ákveðnar þarfir í huga: Línurnar heita Volume (fyrir þær sem vilja þykkja), Moisturised (fyrir þurrt hár), Blonde (fyrir ljóskur), Brunette (fyrir dökkhærðar) Curls (fyrir þær sem vilja liði) og Straightened (fyrir stelpur sem vilja slétt hár).
Longer Hair línan er sérstaklega ætluð konum með millisítt eða sítt hár. Gefur síðu hári góðan raka og nærir endana sérstaklega vel. Undir henni eru nokkrir vöruflokkar.
MG Trevor Sorbie línan er hönnuð fyrir karlmenn en hér er sérstök áhersla lögð á einfaldleika og gæði. Þar er líka hægt að velja úr bæði ‘styling’ vörum og sjampói.
Sjálf er ég búin að prufa sjampó og hárnæringuna úr Longer Hair línunni og vörurnar stóðu vel undir mínum væntingum.
En varan sem ég er hvað hrifnust af er High Shine sprayið úr Straightened línunni. Þessi vara hefur líka verið að fá góða dóma og umfjöllun út í hinum stóra heimi. T.d setti tímaritið Red, High Shine sprayið á topp tíu listann sinn yfir bestu hárvörurnar.
Hárið á mér er frekar fíngert og einhverra hluta vegna eiga gljásprey það til að gera það frekar rafmagnað. En ekki þetta sprey. Tvær skvettur og ég fæ þennann fína órafmagnaða glókoll.
Svo er það vissulega bónus að spreyið er ekki í gasbrúsa, heldur með pumpu. Sem gerir það ozone-friendly.
High Shine sprey er mjög góð vara til að ná fram þessari glansandi lokaútkomu fyrir hvaða greiðslu eða hárstíl sem er. Gefur hárinu góðan gljáa og ferskan ilm. Prófaðu!
Guðrún Hulda er flugfreyja sem hefur stundað nám við félagsfræði og félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Hún er fagurkeri og nautnaseggur sem hefur gaman af öllu því sem gleður augað, eyrað, kroppinn, andann og sálina. Guðrún er vog.